Hjónabandssælan hennar Heklu fullkomin í nesti

Hekla Guðrún Þrastardóttir er ungur og hæfileikaríkur bakari sem elskar …
Hekla Guðrún Þrastardóttir er ungur og hæfileikaríkur bakari sem elskar starf sitt. Hún deilir hér með lesendum sinni uppáhaldsuppskrift að hjónabandssælu. Ljósmynd/Aðsend

Hekla Guðrún Þrast­ar­dótt­ir tók þátt í heims­meist­ara­móti ungra bak­ara á dög­un­um sem haldið var hér á landi ásamt Stef­an­íu Malen Guðmunds­dótt­ur. Þær fengu sér­verðlaun frá yf­ir­dóm­ara keppn­inn­ar, Þjóðverj­an­um Bernd Kutscher bak­ara­meist­ara, sem þykir mik­ill heiður.

Hekla hef­ur ávallt haft mik­inn áhuga á bakstri og veit fátt betra en að hafa heima­bakað bakk­elsi við hönd­ina þegar farið er í úti­leg­ur og ferðalög um landið. Henn­ar upp­á­halds í nesti er ekta ís­lensk hjóna­bands­sæla en hana bak­ar hún líka á 17. júní þar sem mamma henn­ar sér um pönnu­kök­urn­ar. Hekla ætl­ar að deila með les­end­um Morg­un­blaðsins upp­skrift­inni að sinni upp­á­halds.

Hekla er ein­ung­is 21 árs göm­ul og alin upp á Skaga­strönd. Hún er ný­út­skrifuð frá Mennta­skól­an­um í Kópa­vogi sem iðnstúd­ent og bak­ari og stóð sig með mikl­um sóma en hún hlaut viður­kenn­ingu fyr­ir framúrsk­ar­andi ár­ang­ur í fag­fræði bak­ara. Einnig lauk hún sveins­prófi með góðum ár­angri í lok maí. Hún ætl­ar að halda áfram að bæta við sig í bak­ara­fræðunum og er á leiðinni út þar sem hún mun starfa í frægu baka­ríi.

„Í ág­úst ferðast ég til Vín­ar í Aust­ur­ríki á Era­smus+ styrk, þar sem ég mun starfa í fal­legu baka­ríi í hjarta Vín­ar­borg­ar í 16 vik­ur. Ég er mjög spennt fyr­ir kom­andi tím­um, það er svo ótrú­lega mikið sem hægt er að gera og ég hlakka til að safna í reynslu­bank­ann og læra eitt­hvað nýtt,“ seg­ir Hekla, sem er full til­hlökk­un­ar.

Bak­ar alltaf ís­lensk­ar pönnu­kök­ur

Aðspurð seg­ist Hekla hafa haldið hátíðlega upp á 17. júní á dög­un­um þar sem hefðir og siðir fjöl­skyld­unn­ar voru í for­grunni. „17. júní hef­ur alltaf verið sér­stak­ur dag­ur hjá fjöl­skyldu minni, sér­stak­lega vegna hefðar­inn­ar sem mamma hef­ur haldið í heiðri. Hún bak­ar alltaf ís­lensk­ar pönnu­kök­ur á þess­um degi, og þetta hef­ur orðið ómiss­andi hluti af hátíðahöld­un­um okk­ar. Þessi hefð teng­ir mig enn nán­ar við ís­lenska menn­ingu og fjöl­skyldu­sögu. Ég hlakka til að fá upp­skrift­ina einn dag­inn, en þangað til nýt ég þess að leyfa mömmu að sjá um pönnu­kök­urn­ar. Hún ger­ir þær alltaf svo full­komn­ar, og það er alltaf sér­stök stund að njóta þeirra sam­an sem fjöl­skylda,“ seg­ir Hekla.

Hjóna­bands­sæl­an í miklu upp­á­haldi

Nú er tími ferðalag­anna runn­inn upp hjá Heklu og þá finnst henni ómiss­andi að baka kræs­ing­ar til að hafa með í nesti. „Hjóna­bands­sæla hef­ur ávallt verið í miklu upp­á­haldi hjá mér. Hún var oft bökuð áður en við fjöl­skyld­an fór­um í úti­leg­ur í gamla daga og hef­ur oft verið á veislu­borðum við alls kon­ar til­efni. Mér finnst sam­spil hafra­köku­botns­ins og heima­gerðu rabarbara­sult­unn­ar ótrú­lega gott. Botn­inn er stökk­ur og mátu­lega sæt­ur, en sult­an bæt­ir við frísk­legu og svo­lítið súru bragði sem ger­ir kök­una ein­stak­lega ljúf­fenga.

Þar sem mamma fær al­veg að sjá um pönnu­kök­urn­ar á 17. júní leik ég mér oft við að baka eitt­hvað annað. Ég elska að prófa nýj­ar upp­skrift­ir og þróa mín­ar eig­in, hvort sem það eru kök­ur, smá­kök­ur eða eitt­hvað allt annað. Bakst­ur hef­ur alltaf verið stór hluti af lífi mínu og gef­ur mér tæki­færi til að skapa og gleðja aðra með því sem ég baka. All­ar hefðir hafa sitt upp­haf og frá 17. júní 2023 hef ég bakað hjóna­bands­sælu, það er orðin mín hefð,“ seg­ir Hekla með bros á vör.

Hjónabandssælan hennar Heklu lítur vel út.
Hjóna­bands­sæl­an henn­ar Heklu lít­ur vel út. Ljós­mynd/​Hekla Guðrún Þrast­ar­dótt­ir

Hjónabandssælan hennar Heklu fullkomin í nesti

Vista Prenta

Íslensk hjóna­bands­sæla að hætti Heklu

Rabarbara­sulta

  • 300 g rabarbari (fros­inn eða fersk­ur)
  • 178 g syk­ur
  • 20 g sítr­ónusafi
  • 6 g pektín (sultu­hleyp­ir)
  • 25 g maizena

Aðferð:

  1. Setjið rabarbara, sítr­ónusafa og helm­ing­inn af sykr­in­um í pott og látið sjóða sam­an þar til rabarbar­inn er orðinn mjúk­ur.
  2. Hrærið svo sam­an pektín og rest­ina af sykr­in­um og bætið því út í pott­inn.
  3. Þegar sult­an hef­ur þykknað og fengið rétta áferð, hrærið þá maizen­una út í smá vatni og bætið henni síðan út í sult­una.
  4. Hrærið vel sam­tím­is svo að sult­an verði ekki kekkj­ótt.
  5. Lækkið hit­ann og látið malla í nokkr­ar mín­út­ur þar til sult­an hef­ur þykknað enn frek­ar og er orðin bak­stöðug (held­ur formi sínu eft­ir bakst­ur).
  6. Kælið sult­una í íláti áður en hún er notuð í hjóna­bands­sæl­una.

Íslensk hjóna­bands­sæla

  • 250 g haframjöl
  • 250 g mjúkt smjör
  • 225 g púður­syk­ur
  • 225 g hveiti
  • 2 tsk. lyfti­duft
  • 45 ml vatn
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar

Aðferð:

  1. Blandið öll­um hrá­efn­un­um sam­an í stórri skál og hnoðið vel þar til deigið er sam­fellt.
  2. Kælið deigið í ís­skáp yfir nótt til að það verði auðveld­ara að vinna með það.
  3. Hitið ofn­inn í 180°C.
  4. Takið deigið úr ís­skápn­um og fletjið út í þá þykkt sem ykk­ur þykir best.
  5. Setjið út­flatt deigið í fal­legt mót.
  6. Smyrjið sult­unni á botn­inn.
  7. Setjið svo meira af deig­inu á, annaðhvort myljið það ofan á sult­una eða skerið út fal­legt mynstur og leggið það ofan á.
  8. Setjið síðan inn í ofn og bakið við 180°C hita, með blæstri, í 20-25 mín­út­ur eða þar til kak­an er gull­in­brún og stökk.
  9. Berið fram og njótið.
Hér má sjá ferlið þegar hjónabandssælan er sett saman.
Hér má sjá ferlið þegar hjóna­bands­sæl­an er sett sam­an. Ljós­mynd/​Hekla Guðrún Þrast­ar­dótt­ir
Sultan síðan næst.
Sult­an síðan næst. Ljós­mynd/​Hekla Guðrún Þrast­ars­dótt­ir
Hafrastrimlarnir tilbúnir til að setja ofan á sultuna.
Hafrastriml­arn­ir til­bún­ir til að setja ofan á sult­una. Ljós­mynd/​Hekla Guðrún Þrast­ar­dótt­ir
Þá er sælan ljúfa tilbúin í ofninn.
Þá er sæl­an ljúfa til­bú­in í ofn­inn. Ljós­mynd/​Hekla Guðrún Þrast­ar­dótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert