Ljúffengt bolognese með burrata osti

Tagliatelle bolognese með burrata osti sem þið eigið eftir að …
Tagliatelle bolognese með burrata osti sem þið eigið eftir að elska. Ljósmynd/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hið klass­íska bolog­nese er ávallt gott og nýt­ur mik­illa vin­sælda á mörg­um heim­il­um. Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir mat­ar­blogg­ari hjá Trend­net á sína út­gáfu að hinu klass­íska bolog­nese sem hún hef­ur aðeins breytt með frá­bæri út­komu. Hún ber rétt­inn fram með burrata osti sem lyft­ir rétt­in­um upp á hærra plan og ásamt því að vera með taglia­telle í stað þess að vera með spaghettí. Þessi bragðgóði og ljúfi rétt­ur get­ur ekki klikkað.

Ljúffengt bolognese með burrata osti

Vista Prenta

Taglia­telle bolog­nese með burrata

  • Taglia­telle eft­ir smekk
  • 1 lauk­ur
  • 2-3 gul­ræt­ur
  • 1-2 sell­e­rí
  • 4-5 hvít­lauksrif
  • Ólífu­olía
  • 500 g nauta­hakk
  • 1 krukka Heinz sósa með tómöt­um og chili
  • 1 msk. tóm­at­púrra
  • 1-2 msk. fersk stein­selja, smátt skor­in
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 1 msk. nautakraft­ur
  • 1/​2 dl vatn (eða magn eft­ir smekk)

Ofan á rétt­inn

  • Rif­inn par­mes­an ost­ur eft­ir smekk
  • 1-2 burrata ost­ur
  • Fersk basilíka eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera lauk, gul­ræt­ur og sell­e­rí smátt.
  2. Steikið upp úr væg­um hita í pott eða á pönnu.
  3. Bætið krömd­um eða pressuðum hvít­lauk sam­an við þegar lauk­ur­inn er aðeins bú­inn að mýkj­ast.
  4. Bætið nauta­hakk­inu sam­an við og steikið þar til það er orðið eldað.
  5. Hellið sós­unni út í ásamt tóm­at­púrru, stein­selju, salti, pip­ar, nautakrafti og vatni.
  6. Blandið vel sam­an og leyfið þessu að malla í dágóða stund. Gott að láta þetta malla í um það bil klukku­stund eða leng­ur. Því leng­ur því betra.
  7. Sjóðið taglia­telle eft­ir leiðbein­ing­um á pakkn­ingu.
  8. Blandið taglia­telle út í nauta­hakkið eða berið fram í sitt­hvoru lagi þannig að hver og einn get­ur skammtað sér.
  9. Toppið svo rétt­inn með rifn­um par­mes­an osti, burrata og ferskri basilíku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert