Taktu baksturinn upp á hærra plan

Ísak Aron Jóhannsson fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins mælir með að þú …
Ísak Aron Jóhannsson fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins mælir með að þú notir ávallt vog þegar mæla á hráefni sem fara í baksturinn. Samsett mynd

Þá er komið að hús­ráði vik­unn­ar úr smiðju fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðsins, Ísaks Arons Jó­hanns­son­ar. Hann gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina, bakst­ur­inn og þegar grilla skal. Nú er það bakst­ur­inn sem á hug hans all­an en Ísak seg­ir að það geti skipt sköp­un að nota vog til að bakst­ur­inn heppn­ist sem best.

„Hver kann­ast ekki við upp­skrift­ir með boll­um og skeiðum, að enda á því að nota bolla sem er allt of stór eða lít­ill. Get­ur verið mikið bras. Ef þú vilt fá sömu niður­stöður aft­ur og aft­ur þá mæli ég með því að nota eld­hús­vog. Bestu að mínu mati er þær sem eru tví­skipt­ar, vog sem vigt­ar niður í 0,1 grömm og ann­arri sem vigt­ar upp í 10.000 grömm. Að nota vog er mun áreiðan­legra og minna bras,“ seg­ir Ísak.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert