Allir ættu að ráða við vikumatseðilinn hennar Freydísar á Ártanga

Freydís Gunnarsdóttir á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni.
Freydís Gunnarsdóttir á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Frey­dís Gunn­ars­dótt­ir lífs­k­únstner og sæl­keri á Ártanga á heiður­inn af vikumat­seðlin­um af þessu sinni. Hún býður upp á fjöl­skyldu­væn­an og ein­fald­an vikumat­seðil sem all­ir ættu að ráða við. Frey­dís er fjöl­skyldu­mann­eskja sem nýt­ur sín allra best úti í nátt­úr­unni og inn­an um ilm­andi kryd­d­jurtir. Aul þess sem hún elsk­ar að ríða út.

„Ég er fjögra barna móðir og bý með manni mín­um Andrei og börn­um á Ártanga. Ég út­skrifaðist af hesta­braut við Fjöl­brauta­skóla Suður­lands árið 2017 og mitt helsta áhuga­mál er hesta­mennska,“ seg­ir Frey­dís.

Tek­ur við rekstr­in­um á Ártanga

Frey­dís hef­ur unnið með for­eldr­um sín­um á Ártanga þar sem frægu kryd­d­jurtirn­ar sem koma frá sem hægt er að fá í helstu mat­vöru­versl­un­un­um lands­ins. „Nú hef ég ákveðið að taka við rekstr­in­um á Gróðrar­stöðinni á Ártanga en for­eldr­ar mín­ir byrjuðu með rækt­un þar sem hef­ur dafnað og blómstrað síðastliðin ár. Ég hef allt mitt líf verið viðloðandi í rækt­un­ina og kann því ým­is­legt sem við kem­ur henni en ég á auðvitað heilmargt eft­ir ólært. Okk­ar helsta rækt­un eru kryd­d­jurtirn­ar og svo erum við með sum­ar­blóm á sumr­in og túlí­pana á vet­urna. Ég er enda­laust stolt af for­eldr­um mín­um að hafa byggt upp svona flott fyr­ir­tæki og ég ætla að gera mitt allra besta að halda í gæðin og feg­urðina á plönt­un­um sem koma frá okk­ur,“ seg­ir Frey­dís með bros á vör.

Hún deil­ir hér með les­end­um vikumat­seðlin­um fyr­ir kom­andi viku sem hún er sann­færð um að all­ir ætti að ráða við og finna eitt­hvað við sitt hæfi.

Mánu­dag­ur – Las­anja með kryd­d­jurt­um

„All­ir í fjöl­skyld­unni elska las­anja og svo er það líka gott dag­inn eft­ir í há­deg­is­mat­inn svo ég vel þetta girni­lega las­anja og svo er svo gott að ausa allskon­ar kryd­d­jurt­um í svona rétti.“

Þriðju­dag­ur – Lúx­us lax

„Mér finnst þriðju­dag­ar vera fiski­dag­ar kannski eft­ir að það var alltaf fisk­ur í mötu­neyt­inu í skól­an­um á þriðju­dög­um. Fyr­ir val­inu varð lax­inn hann er svo æðis­lega góður.“

Miðviku­dag­ur – Full­komið pasta

„Ein­fald­ur og góður pasta­rétt­ur klikk­ar aldrei.“

Fimmtu­dag­ur - Gúllassúpa

„Við borðum oft súp­ur og þá ávallt mat­ar­mikla með kjöti.“

Föstu­dag­ur – Kjöt­boll­ur á mar­okkóska vísu

„Kjöt­boll­ur eru svo góðar.“

Laug­ar­dag­ur – Grilluð kjúk­linga­spjót

„Við elsk­um grillaðan kjúk­ling og þessi kjúk­linga­spjót eru al­gjört eðal á laug­ar­dags­kvöld­um.“

Sunnu­dag­ur – Klass­ískt lamba­læri eins og það ger­ist best

„Á sunnu­dög­um hef­ur maður oft meiri tíma í elda­mennsk­una og þá vel ég gjarn­an ljúf­fenga ís­lenska lamba­lærið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert