Klassískur martini með öðruvísi tvisti

Banana Bean Bliss Martini er helgarkokteillinn að þessu sinni.
Banana Bean Bliss Martini er helgarkokteillinn að þessu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Helgin er handan við hornið og þá er það helgarkokteillinn. Nú er það einn klassískur með öðruvísi tvisti „Banana Bean Bliss Martini“ sem þú átt eftir að kolfalla fyrir. Hér skiptir máli að hafa blönduna vel kælda og freyðandi og hella henni í kælt martini-glas.

Banana Bean Bliss Martini

Fyrir einn

  • 30 ml Discarded Banana Peel Rum
  • 30 ml Reyka vodka
  • 30 ml espresso
  • 15 ml Luxardo kaffilíkjör
  • Klakar
  • Banasneið eða kaffibaunir (til skrauts)

Aðferð:

  1. Lagið espresso-skot eða kaffi og láttu það kólna aðeins.
  2. Takið til kokteilhristarann og settu í hann klaka, Discarded Banana Peel Rum, Reyka vodka, Luxardo kaffilíkjör og espresso.
  3. Hristið vel þar til blandan er vel kæld og freyðandi.
  4. Síið blönduna í kælt martini-glas.
  5. Skreytið með þurrkuðum bananasneiðum eða kaffibaunum.
  6. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert