Sumarlegur réttur með stracciatella og tómötum

Stracciatella með bökuðum tómötum og basilíkublöðum sem fanga augu fagurkerans …
Stracciatella með bökuðum tómötum og basilíkublöðum sem fanga augu fagurkerans og matgæðingsins. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Þessir réttur toppar allt, hann er bæði einfaldur og einstaklega góður. Þennan rétt má bera fram sem dögurð, forrétt eða smárétt. Hanna Thordarson keramiker og sælkeri á heiðurinn af þessari uppskrift líkt og af stracciatella-uppskriftinni sem við birtum á dögunum hér á Matarvefnum.

Gott er að einfalda vinnuna í kringum réttinn með því að forvinna mikið af honum en stracciatella má útbúa daginn áður og tómatarnir þurfa að vera tæpa klukkustund í ofninum þannig að það er upplagt að baka þá fyrr um daginn. Síðan má auðvitað líka vera með heimabakað brauð og undirbúa það með fyrirvara. Ef til eru súrdeigssneiðar í frystinum er upplagt að nota þær, rista á pönnu eða í brauðristinni. 

Stracciatella með bökuðum tómötum

  • 500 g litlir tómatar, skornir í tvennt
  • 2 tsk. sykur
  • 2 msk. hvítvínsedik
  • 2 msk. olía
  • Salt og pipar eftir smekk

Samsetning

  1. Heimagert stracciatella, sjá uppskrift hér
  2. 3 stilkar basilíka, blöðin söxuð
  3. 2 msk. ólífuolía
  4. Salt og pipar eftir smekk
  5. 4 brauðsneiðar að eigin val

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 160°C.
  2. Leggið tómata á ofnplötu klædda bökunarpappír.
  3. Látið afskornu hliðina vísa upp, blandið saman sykri, olíu og ediki saman í skál og dreifið yfir tómatana. 
  4. Saltið og piprið eftir smekk.
  5. Bakið tómatana í 50 mínútur eða þar til þeir verða mjúkir.

Samsetning

  1. Setjið stracciatella á fat eða fjóra diska, setjið tómata ofan á, basilíku, olíu og dreifið salti og pipar yfir.
  2. Berið fram með nýbökuðu eða ristuðu brauði að eigin vali.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert