Hvenær er fiskur tilbúinn?

Ísak Aron Jóhannsson fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins er með gott trix …
Ísak Aron Jóhannsson fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins er með gott trix þegar kemur að því að athuga hvort fiskurinn sem þú ert að elda sé tilbúinn. Samsett mynd

Þá er komið að hús­ráði vik­unn­ar úr smiðju fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðsins, Ísaks Arons Jó­hanns­son­ar. Hann gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina, bakst­ur­inn og þegar grilla skal. Að þessu sinni ætl­ar hann að gefa gott ráð þegar kem­ur að því elda fisk og at­huga hvort hann er til­bú­inn. Því það er hvorki gott að of elda fisk né hafa hann hrá­an.

Kökup­inni sem ger­ir krafta­verk

„Að vita hvenær fisk­ur er til­bú­inn get­ur verið erfitt. Hér er gott trix til að at­huga það, ég nota kökup­inna með prjón frá Allt í köku og það ör­ugg­lega hægt að finna sam­bæri­lega pinna í fleiri versl­un­um með eld­húsáhöld. Í öll­um fisk eru vöðvaþræðir sem liggja þvert í fiskn­um, með því að stinga pinn­an­um í gegn­um fisk­inn þá get­ur þú fundið hvort að það sé mótstaða í fiskn­um eða ekki. Ef að pinn­inn fer létti­lega í gegn þá veistu að hann sé til­bú­inn, ef ekki þá þarf hann nokkr­ar mín­út­ur í viðbót,“ seg­ir Ísak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert