Benedikt hámar í sig matarmenningu hvers lands

Benedikt Kristjánsson tenór söngvari og matgæðingur á heiðurinn af vikumatseðlinum …
Benedikt Kristjánsson tenór söngvari og matgæðingur á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni á Bene­dikt Kristjáns­son söngv­ari og mat­ar­gæðing­ur með meiru. Vikumat­seðill­inn hans lýs­ir vel ástríðu hans á mat­ar­gerð og enda er hann mik­ill nautna­segg­ur.

Þekkt­ur sem ten­ór söngv­ari

Bene­dikt er aðallega þekkt­ur sem ten­ór söngv­ari, en er þar að auki fram­kvæmda­stjóri og list­rænn stjórn­andi sum­ar­tón­leik­ana í Skál­holti, en sum­ar­tón­leik­arn­ir hefjast ein­mitt 6. júlí næst­kom­andi og standa til 14.júlí. „Það verða tón­leik­ar á hverj­um degi, og um helg­ar verða líka spenn­andi viðburðir fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn, sem og mess­ur með tónlist eft­ir Johann Sebastian Bach, sem ég stýri,“ seg­ir Bene­dikt. Mat­ur mun líka skipa sinn sess á hátíðinni enda mik­il rækt­un í Skál­holti og þar í kring. Meðal ann­ars munu tóm­at­ar koma við sögu á hátíðinni.

Bene­dikt er mik­ill áhuga­kokk­ur, en sem söngv­ari hef­ur hann ferðast mikið um heim­inn og nýt­ur þess að háma í sig mat­ar­menn­ingu hvers lands sem hann ferðast til. „Ég hef gam­an að því að kynn­ast mat­ar­menn­ingu hvers lands sem ég heim­sæki og sér­stak­lega heima­fólks þar sem heim­il­is­mat­ur­inn er gerður frá grunni,“ seg­ir Bene­dikt og bæt­ir við að kynn­ast mat­ar­menn­ingu annarra þjóða auki fjöl­breytn­ina í mat­ar­gerðina heima eld­húsi.

Mánu­dag­ur – Góm­sæt eggja­baka með græn­meti og osti

„Byrja vik­una ró­lega, og njóta þess að gera allt á einni pönnu. Svo er gott að hafa eitt­hvað grænt með til hliðar líka. Hollt, gott og lítið upp­vask.“

Þriðju­dag­ur – Ljúf­feng­ir þorsk­hnakk­ar með bei­kon- og epla­ostasósu

„Þorsk­ur og bei­kon er frá­bært sam­an, hugs­an­lega pancetta enn betra en bei­kon, en ég ætla ekki að vera að breyta þess­ari upp­skrift, því hún er dá­sam­leg. Ofn­bakaðar kart­öfl­ur með tim­i­an með þessu, og sal­at.“

Miðviku­dag­ur – Hæg­eldaður lax með fenn­el og sítrus

„Best er að hafa þetta lax í heilu, og grilla hann þannig. Þá verður allt mun safa­rík­ara. Bara skella hon­um í álp­app­ír og gleyma hon­um á óbein­um hita í grill­inu.“

Fimmtu­dag­ur – Lúx­us lambakór­óna með sum­ar­legu kart­öflu­sal­ati

„Mynta og lamba­kjöt er snilld­ar­leg blanda. Sjálf­ur hef ég mesta dá­læti á kart­öflu­sal­ati eins og Aust­ur­rík­is­menn gera, sem er bara með lauk, hvít­lauk, edik og olíu. En það má hver gera sitt upp­á­hald.“

Föstu­dag­ur - Jap­anskt kjúk­linga­sal­at að hætti Húsó

„Sjálf­ur er ég ekk­ert fyr­ir þung­an mat, eins og pítsu, á föstu­dög­um. Frek­ar eitt­hvað góm­sætt og létt eins og þetta kjúk­linganúðlusal­at. Nær­ing­ar­ríkt, létt og bragðgott.“

Laug­ar­dag­ur – Guðdóm­legt pasta með ris­arækj­um

„Það verður að vera pasta einu sinni líka. Að vísu gæti ég ekki boðið upp á svart smokk­fiska­blek heima hjá mér, því kon­an mín myndi springa úr of­næmisviðbrögðum. En þá skipti ég því bara út, og set eitt­hvað venju­legt bara.“

Sunnu­dag­ur – Al­vöru pott­steik

„Alltaf gam­an að elda kvöld­mat um morg­un­inn, og finna ilm­inn um allt hús. Með þessu er borið fram sal­at, og kart­öflumús með stein­selju og rauðvín frá Bordeaux.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert