Girnilegur burrata ostur borinn fram á pestóbeði

Girnilegur réttur með burrata osti og hindberjum. Svo gott að …
Girnilegur réttur með burrata osti og hindberjum. Svo gott að njóta. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Burrata osturinn nýtur mikilla vinsælda þessa dagana og hægt er leika sér með fjölmargar útgáfur af því hvernig hægt er að framreiða hann. Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar útbjó þennan rétt, burrata á pestóbeði, á dögunum sem má segja að sé ættaður frá Gdansk í Póllandi en vinkona hennar sagði henni frá þessum rétti. Svipaðan rétt smakkaði vinkona hennar á veitingastað þar í borg. Hér er burrata osturinn borinn fram á pestóbeði með hindberjum og fleira góðgæti.

Burrata á pestóbeði

  • 1 stik. súrdeigs baguette
  • 140 g grænt pestó
  • 180 piccolo tómatar
  • 180 g hindber
  • 2 stk. Burrata ostur
  • Balsamik edik eftir smekk
  • 80 g pistasíukjarnar, saxaði
  • Fersk basilíka eftir smekk
  • Ólífuolía eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið baguette brauð í sneiðar, penslið með ólífuolíu og grillið stutta stund á hvorri hlið (eða hitið í ofni).
  2. Skerið tómatana niður, saxið pistasíur og basilíku og leggið til hliðar.
  3. Skiptið pestó niður í tvær grunnar skálar eða diska og smyrjið því aðeins upp á kantana.
  4. Setjið næst tómata og hindber yfir, þá burrata ost sem þið drisslið síðan balsamik ediki, vel af söxuðum pistasíum og smá basilíku.
  5. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka