Gleðin var við völd á 1 árs afmæli Vínstofunnar

Fjölskyldan á Friðheimum, Helena Hermundardóttir, Dóróthea Ármann og Knútur Ármann …
Fjölskyldan á Friðheimum, Helena Hermundardóttir, Dóróthea Ármann og Knútur Ármann tökum vel á móti gestum um helgina þegar 1 árs afmæli Vínstofunnar var fagnað. Ljósmynd/Sjöfn

Mikil gleði var við völd á sunnudaginn síðastliðinn þegar eins árs afmæli Vínstofu Friðheima var fagnað með pompi og prakt. Fjölskyldan á Vínstofu Friðheima tók höfðinglega á móti gestum og gangandi og skálað var í Segura Viudas Cava og boðið upp á e‘clair a la Natalia Cieplucha en hún er nýútskrifuð í e‘clair gerð frá París í Frakklandi. Auk þess ómuðu ljúfir tónar á meðan á afmælisfögnuðunum stóð sem Pálmi Sigurhjartarson og Bjössi Sax ásamt fríðu föruneyti stóðu fyrir og léku listir sínar á hljóðfærin á sviðinu. 

Natalia Cieplucha sem er nýútskrifuð í e‘clair gerð frá París …
Natalia Cieplucha sem er nýútskrifuð í e‘clair gerð frá París í Frakklandi bakaði og skreytti e´clair í tilefni afmælisins sem boðið var upp á. Ljósmynd/Sjöfn

Fjölskyldan á Vínstofu Friðheima tók höfðinglega á móti gestum og gangandi og skálað var í Segura Viudas Cava og boðið upp á e‘clair a la Natalia Cieplucha en hún er nýútskrifuð í e‘clair gerð frá París í Frakklandi. Auk þess ómuðu ljúfir tónar á meðan á afmælisfögnuðunum stóð sem Pálmi Sigurhjartarson og Bjössi Sax ásamt fríðu föruneyti stóðu fyrir og léku listir sínar á hljóðfærin á sviðinu.

Þessar kræsingar laða augu og munn og steinliggja með freyðandi …
Þessar kræsingar laða augu og munn og steinliggja með freyðandi drykk. Samsett mynd

Ætla að bjóða upp á stærri og veglegri matseðil

„Árið er búið að vera viðburðaríkt þar sem viðtökurnar hafa farið fram úr vonum og væntingum. Vínstofu-hugmyndin og konseptið er afrakstur frjórrar og skemmtilegrar vinnu sem við unnum í samstarfi við RATA með okkar frábæra starfsfólki þar sem rammað var inn hvað okkur langaði til að skapa og búa til og erum við síðan búin að fylgja þessum grunni eftir ásamt því að læra af reynslunni og eftirspurninni. Þá sáum við snemma að spurnin eftir mat var meiri en við reiknuðum með í byrjun og því fórum við í það verkefni að stækka eldhúsið okkar í vetur til þess að geta boðið upp á enn stærri og veglegri matseðil með haustinu og hlökkum mikið til. Með þessu ætlum við líka að flétta inn í konseptið okkar matar-og vínpörunum með sögustund,“ segir Dóróthea Ármann sem sér um rekstur Vínstofunnar ásamt manni sínum Kristjáni Geir Gunnarssyni.

Frábærir listamenn fyllt húsið af ljúfum tónum

Boðið hefur verið upp á fjölmarga viðburði þetta fyrsta ár Vínstofunnar og viðtökurnar hafa verið fram úr björtustu vonum. „ Listamaðurinn KK reið á vaðið í haust og síðan hefur fjöldinn allur af úrvalsliði heimsótt okkur, eins og GDRNMoses Hightower, Valdimar, Helgi Björns ásamt fleiri frábærum listamönnum sem hafa fyllt húsið af ljúfum tónum. Fyrir utan þetta höfum við haft fjölbreytta dagskrá; t.d. osta- og vínpörun, viskísmakk, regluleg prjónakvöld, konukvöld, fyrirlestra og ýmislegt annað. Því má segja að Vínstofan sé að verða ótrúlega lifandi og skemmtilegt hús sem litar okkar fallega samfélag, enda gaman að sjá hve mikið af sveitungum, sumarhúsaeigendum, ferðamönnum og gestum gangandi heimsækja okkur – og mjög ánægjulegt að Vínstofan eigi orðið marga fastagesti, sem okkur þykir mjög vænt um,“ segir Dóróthea enn fremur.

Mæðgurnar Helena Hermundardóttir og Dóróthea voru ánægðar með daginn og …
Mæðgurnar Helena Hermundardóttir og Dóróthea voru ánægðar með daginn og feðginin Knútur Ármann og Dóróthea ávörpuðu gesti. Samsett mynd

Bistro rétti í anda Miðjarðarhafsins

Það verður spennandi að sjá hvað sumarið og komandi vetur mun bera í skauti sér á Vínstofunni og jafnframt eiga matgæðingar eftir að gleðjast yfir stærri matseðli þar sem kokkarnir og teymið í eldhúsinu eiga eftir að framreiða.



Dóróthea Ármann býður gesti velkomna.
Dóróthea Ármann býður gesti velkomna. Ljósmynd/Sjöfn
Ínu Karlottu Árnadóttur og eiginmanni hennar, Degi Brynjólfssyni var færður …
Ínu Karlottu Árnadóttur og eiginmanni hennar, Degi Brynjólfssyni var færður þakklætisvottur fyrir að selja Friðheimafjölskyldunni Birkilund sem gerði þeim kleift að stækka og gera Vínstofuna.
Pámi Sigurhjartarson og Bjössi Sax ásamt fríðu föruneyti sáum um …
Pámi Sigurhjartarson og Bjössi Sax ásamt fríðu föruneyti sáum um að gleðja gestina með ljúfum tónunum. Ljósmynd/Sjöfn
Húsfyllir var á afmælisfögnuðinum.
Húsfyllir var á afmælisfögnuðinum. Ljósmynd/Sjöfn
Gestir nutu þess að vera í fallegu umhverfi Vínstofunnar.
Gestir nutu þess að vera í fallegu umhverfi Vínstofunnar. Ljósmynd/Sjöfn
Gleðin var við völd.
Gleðin var við völd. Ljósmynd/Sjöfn
Stemning á sviðinu á Vínstofunni.
Stemning á sviðinu á Vínstofunni. Ljósmynd/Sjöfn
Glæsilegt að sjá þessar kræsingar.
Glæsilegt að sjá þessar kræsingar. Ljósmynd/Sjöfn
Töfrandi og rómantískt umhverfi á Vinstofunni yljar.
Töfrandi og rómantískt umhverfi á Vinstofunni yljar. Ljósmynd/Aðsend
José Rivera Vidal og Jón K. B Sigfússon fögnuðu og …
José Rivera Vidal og Jón K. B Sigfússon fögnuðu og skáluðu fyrir 1 árs afmæli Vínstofunnar. Ljósmynd/Sjöfn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert