Hér er á ferðinni suðrænn og skemmtilegur sumardrykkur sem ber heitið Monkey Colada og á uppruna sinn að rekja til hins klassíska kokteils, Pina Colada. Kókosmjólkin og ananasinn gefa drykknum sumarlegan blæ og skemmta bragðlaukunum. Þetta er ekta drykkur til að blanda þegar sólin skín og á vonandi vel við um helgina.
Monkey Colada
- 40 ml Monkey Shoulder
- 20 ml kókosmjólk
- 60 ml ananassafi
- 10 ml ferskur límónusafi
- Aðeins af sykursírópi
- Appelsínu- eða ananassneið til skrauts
- Fersk mynta til skrauts
Aðferð:
- Setjið öll hráefnin saman í blandara og blandið vel saman.
- Bætið við aðeins af sykursírópi eftir smekk.
- Hellið drykknum í hátt glas.
- Skreytið með appelsínu- eða ananassneið ásamt ferskri myntu og berið fram.
- Hægt er að bæta við ögn af salti til þess hjálpa til við að jafna bragð drykkjarins.