Hinn auðmjúki rabarbari er heitasti ávöxturinn á Íslandi í dag og mikið hefur verið rætt um að hann sé vannýtt auðlind. Þá er best að skjótast út í garð og ná sér í nokkra stilka þar sem hann er að finna. Á Matarvefnum eru búnar að birtast nokkrar uppskriftir sem innihalda rabarbara, má þar nefna hjónabandssælu, Bennaköku og Móbergsrabarbarasultu. Við höldum áfram að bæta í sarpinn og koma með hugmyndir hvernig má nýta þennan dásamlega rabarbara.
Næst er það rabarbarasíróp sem steinliggur þegar þig langar í góðan sumardrykk. Það er hægt að nota sírópið út í kokteila eða setja góðan slurk út í sódavatnið með smá af nýkreistum límónusafa út í til að gefa því frískandi sumarbragð, eða smávegis í freyðivínsglasið. Þá verður freyðivínið svo fallegt á litinn, yndislega rauðbleikt og sumarlegt. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Önnu Bjarkar Eðvarðsdóttur, formanns Hringsins en hún heldur líka úti uppskriftasíðu sem ber nafn með rentu Anna Björk matarblogg. Uppskriftina fann hún á veraldarvefnum og gerði að sinni.
Rabarbarasíróp með vanillu
Aðferð: