Ekki leika þér með kjötið

Ísak Aron Jóhannsson, fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins, hvetur fólk til að …
Ísak Aron Jóhannsson, fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins, hvetur fólk til að vanda til verka þegar grilla skal steikur og ekki leika sér með kjötið. Samsett mynd

Þá er komið að hús­ráði vik­unn­ar úr smiðju fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðsins, Ísaks Arons Jó­hanns­son­ar.

Hann gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina, bakst­ur­inn og þegar grilla skal.

Að þessu sinni ætl­ar hann að gefa gott ráð þegar grilla skal. En Ísak segir að fólk eigið það til að vera leika sér of mikið með steikurnar á grillinu.

Grillið þarf að vera heitt

„Þegar kjöt er grillað á fólk til með að snúa steikinni of oft og leika sér aðeins of mikið með það. Til að fá fallegar grillrendur í kjötið þarf grillið að vera heitt og mikilvægt að leyfa kjötinu að liggja í friði.

Einnig þarf að passa upp á hitastigið á grillinu og ef það er lok á því þá er mikilvægt að opna það ekki að óþörfu, erfitt getur verið að halda því heitu og fá góða brúnun á kjötið í íslenska veðrinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert