Blinis með reyktum silungi og wasabi-og piparrótarkremi sem rífur í

Blinis með taðreyktum silungi, wasabi- og piparrótarkremi, límónudressingu og fersku …
Blinis með taðreyktum silungi, wasabi- og piparrótarkremi, límónudressingu og fersku dilli. Hinn fullkomni biti með freyðandi drykk. Ljósmynd/Sjöfn

Eitt af mín­um upp­á­halds­rétt­um eru heima­bakaðar blin­is born­ar fram með góðgæti ofan á og freyðandi búbbl­um sem gleðja augu og bragðlauka. Á dög­un­um bakaði ég blin­is og bar þær fram með ómót­stæðileg góðum taðreykt­um sil­ung, ís­lensku wasa­bi, blönduðu við ferskt pip­ar­rót­ar­krem, kaldri límónu­dress­ingu með fersku dilli og skreytti með lít­illi sneið af líf­rænni sítr­ónu. Því­líkt góðgæti og svo gott með freyðandi drykk. Mér áskotnaðist nýtt ferskt dill og wasa­bi duft sem voru meðal ann­ars ástæða þess sem ég ákváð að út­búa þenn­an smá­rétt. Á fal­leg­um sum­ar­degi er þetta full­kom­in sam­setn­ing til að byrja gott boð. Þegar til stend­ur að halda kokteil­boð, garðveislu eða bara fagna góðum degi er þetta smá­rétt­ur sem ger­ir stund­ina hátíðlega og ríf­ur í.

Leik mér með meðlætið ofan á

Ég baka ávallt mín­ar eig­in blin­is þegar mikið stend­ur til og sett ofan á þær góða blöndu af ein­hverju synd­sam­lega góðu sem bragðlauk­arn­ir elska að njóta.  Ég er iðin að breyta til og leika mér með það sem fer ofan á. Stund­um er ég með geit­arost og hun­ang ofan ásamt kryd­d­jurt­um, sýrðan rjóma og kaví­ar, reykt­an lax og pip­ar­rót­arsósu eða jafn­vel sil­ung og þeytt­an rjóma­ost með fersku dilli. Það er líka hægt að kaupa blin­is ef þið viljið spara ykk­ur vinn­una og tím­ann.

Gam­an er að segja frá því að Nordic Wasa­bi duftið er til­tölu­lega ný vara. Búið er að frostþurrka ferskt wasa­bi til þess að búa til duft, þannig að var­an hef­ur lengri geymsluþol held­ur en rót­in og er ein­föld í notk­un. Það eina sem þarf að gera er að blanda vatni einni te­skeið af vatni við eina eina te­skeið af dufti, og þá er komið ómót­stæðilegt ferskt wasa­bi, svo gott og ríf­ur. Þetta er eitt af mínu upp­á­halds þegar mig lang­ar að gera eitt­hvað ómót­stæðilega gott til að mynda með sjáv­ar­fangi, sus­hi og steik­um.

Undursamlega gott og wasabi- og piparrótarkremið rífur í sem gerir …
Und­ur­sam­lega gott og wasa­bi- og pip­ar­rót­ar­kremið ríf­ur í sem ger­ir þess­ar blin­is svo ómót­stæðilega góðar. Ljós­mynd/​Sjöfn

Blinis með reyktum silungi og wasabi-og piparrótarkremi sem rífur í

Vista Prenta

Blin­is með taðreykt­um sil­ung, wasa­bi- og pip­ar­rót­ar­kremi, límónu­dress­ingu, fersku dilli og sítr­ónusneið

  • 1 lítið taðreykt sil­ungs­flak (fæst t.d. í Hag­kaup)
  • Wasa­bi- og pip­ar­rót­ar­krem (upp­skrift fyr­ir neðan)
  • Límónu­dress­ing (upp­skrift fyr­ir neðan)
  • Ferskt dill frá Vaxa til skreyt­ing­ar, litl­ar grein­ar notaðar
  • Líf­ræn sítr­ónu til skreyt­ing­ar, skor­in í sneiðar og sneiðarn­ar í litl­ar sneiðar

Blin­is að hætti Sjafn­ar

25 – 30 stykki

  • 400 g bók­hveiti
  • 2 tsk. salt
  • 6 dl volg mjólk, lík­ams­heitri
  • 4 egg
  • 1 dl ólífu­olía

Aðferð:

  1. Blandið þur­refn­un­um sam­an í skál, hellið volgri mjólk út í smátt og smátt og hrærið vel í.
  2. Bætið síðan við ólífu­olí­unni og eggj­um út í og látið skál­ina standa á hlýj­um stað í eina klukku­stund.
  3. Bakið ör­litl­ar blin­is á pönnu­kökupönnu við meðal­hita.
  4. Gott að vera með litla ausu sem gef­ur pass­leg­an skammt.
  5. Miða við að fjór­ar blin­is­kök­ur séu bakaðar í einu á pönnu­kökupönn­unni. 
  6. Þegar blin­is­kök­urn­ar eru orðnar kald­ar eru þær skreytt­ar með því sem hug­ur­inn í girn­ist en í þessu til­viki var það pip­ar­rót­ar­kem með ís­lensku wasa­bi í, taðreykt­um sil­ungi, kaldri límónu­dress­ingu með dilli, ferskt dill og ör­lít­il sítr­ónusneið.

Wasa­bi pip­ar­rót­ar­krem

  • ½ pk. pip­ar­rót­ar­krem, fæst í Hag­kaup
  • 2 tsk. Nordic wasa­bi duft á móti 2 tsk. af vatni eða ferskt wasa­bi, stöng­ull­inn

Aðferð:

  1. Setjið pip­ar­rót­ar­kremið í skál og hrærið.
  2. Setjið síðan ör­lítið vatn í litla skál og bætið wasa­bi­dufti út í, getið líka verið með wasa­bi­stöng­ull og raspað hann niður út í pip­ar­rót­ar­kremið.
  3. Bætið wasa­bi-inu út í kremið og hrærið.

Límónu- og dilldress­ing

  • ½ dós 10% sýrður rjómi (má gera meira ef vill)
  • ½  límóna, saf­inn og börk­ur­inn
  • Sítr­ónupip­ar eft­ir smekk
  • Ferskt dill eft­ir smekk, saxað

Aðferð:

  1. Setjið sýrðan rjóma og límónu sam­an í skál og hrærið vel sam­an.
  2. Bætið við límónu­berki og fersku söxuðu dilli.
  3. Kryddið til með sítr­ónupip­ar.
  4. Geymið í kæli fyr­ir notk­un.

Sam­setn­ing:

  1. Byrjið á því að smyrja blin­is-kök­urn­ar með wasa­bikrem­inu.
  2. Skerið síðan taðreykta sil­ung­inn í þunn­ar og fal­leg­ar sneiðar sem passa vel ofan á litla blin­is.
  3. Raðið einni á hverja blin­is.
  4. Setjið síðan ör­litla límónu­dress­ingu ofan á sil­ung­inn á hverri blin­is.
  5. Skreytið síða með lít­illi dill grein og sítr­ónusneið.
  6. Berið fram með fersk­um freyðandi drykk og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert