Íslandskeppni í brauðtertugerð yfirvofandi í sumar

Erla Hlynsdóttir hjá Brauðtertufélagi Erlu og Erlu ásamt Margréti Dórótheu …
Erla Hlynsdóttir hjá Brauðtertufélagi Erlu og Erlu ásamt Margréti Dórótheu Sigfúsdóttur fyrrverandi skólastjóra Hússtjórnarskólans en þær munu báðar njóta þess heiðurs að sitja í dómnefndinni sem mun velja Íslandsmeistarann í ár í brauðtertugerð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brauðtertu njóta mik­illa vin­sælda á Íslandi og má segja að þær einn ef þjóðarrétt­um Íslend­inga. Þegar veislu skal halda þá er fátt vin­sælla en heima­gerðar brauðtert­ur sem eru iðulega fag­ur­lega skreytt­ar og fal­lega fram­sett­ar.

Í sum­ar mun fara fram Íslands­keppni í brauðtertu­gerð sem Brauðtertu­fé­lag Erlu og Erlu stend­ur fyr­ir í sam­starfi við Sög­ur. Einnig stend­ur til að gefa út brauðtertu­bók og hver veit nema verðlauna­brauðtert­urn­ar muni rata í þá bók lands­mönn­um til mik­ill­ar gleði og ánægju.

Héldu brauðtertu­keppni á menn­ing­arnótt árið 2019

Face­book­hóp­ur Brauðtertu­fé­lags­ins var stofnaður árið 2019 og þar eru nú yfir 17 þúsund meðlim­ir. „Fljótt fór fólk að kalla eft­ir brauðtertu­keppni og við héld­um slíka keppni á menn­ing­arnótt það ár sem var gríðarlega vel heppnuð,“ seg­ir Erla Hlyns­dótt­ir hjá Brauðtertu­fé­lagi Erlu og Erlu. Þá hafi staðið til að halda slíka keppni ár­lega en COVID sett strik í reikn­ing­inn. Engu að síður hef­ur verið staðið fyr­ir ýms­um keppn­um á veg­um hóps­ins, til að mynda var hald­in brauðtertu­keppni í COVID með eld­gosaþema og þau sem tóku þátt sýndu mikið hug­mynda­flug.

Ákall um brauðtertu­bók

Erla seg­ir að einnig hafi reglu­lega komið ákall um brauðtertu­bók og planið sé að það verði að veru­leika í ár. Sög­ur út­gáfa hef­ur gefið út fjölda mat­reiðslu­bóka, til að mynda bæk­ur Lækn­is­ins í eld­hús­inu, og þau sýndu strax mik­inn áhuga á að gefa út brauðtertu­bók. Þau hafi síðan ákveðið að slá tvær flug­ur í einu höggi, halda al­vöru keppni og að brauðtert­urn­ar sem send­ar eru inn í keppn­ina fái einnig tæki­færi til að njóta sín í bók.

„Við höf­um fengið gríðarlega góð viðbrögð og greini­legt að fólk er mjög spennt. Sum­ir eru strax hand­viss­ir um hvernig brauðtertu þeir ætla að gera en aðrir eru enn að melta ná­kvæm­lega hvernig þeirra fram­lag verður. En við vit­um að það er von á góðu,“ seg­ir Erla og er þegar orðin spennt að sjá og smakka en hún er svo hepp­in að fá að sitja í dóm­nefnd­inni.

Hún hef­ur tekið eft­ir að sum­ir hafi haldið að þetta sé keppni sem sé fyr­ir fag­fólk en þetta er keppni fyr­ir alla, fyr­ir al­menn­ing. „Við vit­um að það er mikið af ótrú­lega hæfi­leika­ríku fólki um allt land sem hef­ur bara gert brauðtert­ur fyr­ir fjöl­skyldu og vini, brauðtert­ur sem eru al­gjör­lega geggjaðar, og við vilj­um endi­lega að þetta fólk taki þátt,“ seg­ir Erla.

Sig­ur­veg­ar­inn hrepp­ir titil­inn Íslands­meist­ari í brauðtertu­gerð

Sig­ur­veg­ari keppn­inn­ar mun hreppa titil­inn Íslands­meist­ari í brauðtertu­gerð 2024 en einnig verða út­nefnd­ir sig­ur­veg­ar­ar í þrem­ur flokk­um: Fal­leg­asta brauðtert­an, bragðbesta brauðtert­an og síðan sú frum­leg­asta. „Von­andi get­um við núna gert þetta að ár­leg­um viðburði. Það væri geggjað að geta haldið brjálaða brauðtertu­keppni á hverju ári,“ seg­ir Erla með bros á vör.

Keppn­in fer fram í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri

Keppn­in fer fram þrjá sunnu­daga í sum­ar. Hægt er að skrá sig til þátt­töku 14. eða 21. júlí í Reykja­vík, eða þann 28. júlí á Ak­ur­eyri. Úrslit verða síðan til­kynnt op­in­ber­lega í haust en stefnt er að því að það verði gert sam­hliða út­gáfu bók­ar­inn­ar.

Það er eng­inn ann­ar en ljós­mynd­ar­inn Karl Peters­son sem mun mynda brauðtert­urn­ar. Hann hef­ur bæði starfað sem kokk­ur og hlotið fjölda verðlauna fyr­ir mat­ar­ljós­mynd­ir sín­ar, auk þess sem hann hef­ur tekið þátt í að gera marg­ar af girni­leg­ustu mat­reiðslu­bók­um lands­ins.

Búið er að skipa dóm­ar­ar í keppn­ina og þeir eru:

  • Mar­grét Dórót­hea Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi skóla­stjóri Hús­stjórn­ar­skól­ans
  • Sig­ríður Örvars­dótt­ir, safn­stjóri Lista­safns­ins á Ak­ur­eyri
  • Erla Hlyns­dótt­ir, frá Brauðtertu­fé­lagi Erlu og Erlu
  • Tóm­as Her­manns­son, út­gef­andi hjá Sög­um út­gáfu 

Verðlaun­in eru ekki af verri end­an­um.

  • Fyr­ir Íslands­meist­ar­ann: Gjafa­bréf að verðmæti 120.000,- krón­ur frá Icelanda­ir
  • Fyr­ir fal­leg­ustu brauðtert­una: Gjafa­bréf að verðmæti 15.000,- krón­ur frá Jóm­frúnni
  • Fyr­ir bragðbestu brauðtert­una: Martusa, siki­leysk ólífu­olía beint frá bónda, 5 lítr­ar
  • Fyr­ir frum­leg­ustu brauðtert­una: Bretti frá Kokku, til­valið fyr­ir brauðtert­ur.
  • Sér­stak­ur auka­vinn­ing­ur: Kampa­vín, Drappier Brut Nature frá San­te.
Þessi brauðterta vann keppnina brauðtertukeppnina sem haldin var á Selfossi …
Þessi brauðterta vann keppn­ina brauðtertu­keppn­ina sem hald­in var á Sel­fossi í vor á veg­um Kaffi Krús og Kon­ungs­kaffi. Ljós­mynd/Í​sak Eld­járn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert