Hefur þú prófað að þeyta ostakubb?

Guðdómlega girnilegur grillaður kjúklingur með þeyttum ostakubbi sem gleður bragðlaukana.
Guðdómlega girnilegur grillaður kjúklingur með þeyttum ostakubbi sem gleður bragðlaukana. Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir

Telma Þor­bergs­dótt­ir mat­ar­blogg­ari á heiður­inn af þess­ari guðdóm­legu upp­skrift þar sem þeytt­ur ostakubb­ur leik­ur aðal­hlut­verkið með dá­sam­legri út­komu. Hér er á ferðinni kjúk­ling­ur grillaður á gríska vísu með þeytt­um ostakubbi. Með rétt­in­um er gott að bera fram hrís­grjón og ferskt og gott sal­at. Hægt er að nota þeytt­an ostakubb með hvaða kjöti sem er í stað sósu og kem­ur afar skemmti­lega út. Hann er líka snilld með sem ídýfa með góðu frönsku bagu­ette brauði, frækexi eða jafn­vel fersku græn­meti.

Hefur þú prófað að þeyta ostakubb?

Vista Prenta

Grísk­ur kjúk­ling­ur með þeytt­um ostakubb

  • Grillaður kjúk­ling­ur, sjá upp­skrift að neðan
  • Þeytt­ur ostakubb­ur, sjá upp­skrift að neðan
  • Litl­ir tóm­at­ar eft­ir smekk, fyr­ir sam­setn­ing­una
  • Sítr­óna eft­ir smekk, fyr­ir sam­setn­ing­una
  • Fersk­ur kórí­and­er eft­ir smekk, fyr­ir sam­setn­ing­una
  • Fersk­ur graslauk­ur eft­ir smekk, fyr­ir sam­setn­ing­una

Grillaður kjúk­ling­ur á gríska vísu

  • 1 kg úr­beinuð kjúk­linga­læri
  • 4 hvít­lauks­geir­ar
  • 100 ml ólífu­olía
  • Börk­ur af einni sítr­ónu, rif­inn
  • Safi úr einni sítr­ónu
  • 1 msk. dijon sinn­ep
  • 2 msk. hun­ang
  • 1 ½ tsk. sjáv­ar­salt
  • ½ tsk. svart­ur pip­ar
  • ½ tsk. óreg­anó
  • ½ tsk. chilli­f­lög­ur
  • Þeytt­ur ostakubb­ur, sjá upp­skrift að neðan

Aðferð:

  1. Setjið kjúk­ling­inn í skál og setjið til hliðar.
  2. Blandið öllu sam­an fyr­ir mariín­er­ing­una í skál þar til allt hef­ur bland­ast vel sam­an og hellið henni yfir kjúk­ling­inn.
  3. Hrærið öllu vel sam­an þannig marín­er­ing­in fari vel yfir all­an kjúk­ling­inn.
  4. Látið liggja í marín­er­ingu í 2 klukku­stund­ir.
  5. Gott er að taka kjúk­ling­inn út 20 mín­út­um áður en á að grilla hann.
  6. Grillið kjúk­ling­inn þar til hann er orðinn fulleldaður.
  7. Smyrjið þeytta ostakubb­in­um á fat og leggið grillaðan kjúk­ling­inn yfir hann.
  8. Skerið niður litla tóm­ata og raðið með fram kjúk­lingn­um ásamt sítr­ónusneiðum.
  9. Gott er að hella smá ólífu­olíu yfir allt sam­an og krydda með fersk­um kórí­and­er og graslauk.
  10. Berið fram og njótið.

Þeytt­ur ostakubb­ur

  • 250 g ostakubb­ur frá MS
  • 60 g rjóma­ost­ur
  • 2 msk. ólífu­olía
  • Börk­ur af hálfri sítr­ónu
  • Safi af hálfri sítr­ónu
  • ½ tsk. sjáv­ar­salt
  • ½ tsk. svart­ur pip­ar

Aðferð:

  1. Skerið ostakubb­inn í litla bita og setjið í skál ásamt rjóma­osti, ólífu­olíu, sítr­ónu og sítr­ónu­berki, salti og pip­ar.
  2. Maukið allt sam­an í mat­vinnslu­vél eða með töfra­sprota þar til osta­bland­an verður orðin mjúk og slétt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert