„Happy Pina Colada“ er nýr djús stútfullur af steinefnum og söltum

Jóhanna Soffia Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Lemon, Arnar Gauti Arnarsson, einn eigenda …
Jóhanna Soffia Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Lemon, Arnar Gauti Arnarsson, einn eigenda Happy Hydrate, og Gurrý Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon, skála fyrir sumardjúsnum í ár. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Nýjasti djúsinn frá Lemon-teyminu ber heitið Happy Pina Colada og er gerður í samstarfi við Happy Hydrate eins og fram kemur í tilkynningu frá veitingastaðnum. Þetta er sumardrykkurinn þeirra í ár og að sögn Gurrýjar Indriðadóttir, markaðsstjóra Lemon, er drykkurinn fullur af hollustu fyrir líkama og sál.

„Drykkurinn inniheldur kókosvatn, ananas og rafsölt frá Happy Hydrate með Pina Colada-bragði. Að okkar mati er þetta besti sumardrykkurinn í ár, stútfullur af söltum og steinefnum, eins og sólríkt sumar í glasi,“  segir Gurrý Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon.

Íslensk heilsuvara sem inniheldur fjórum sinnum fleiri steinefni

Happy Hydrate hefur heldur slegið í gegn undanfarið enda er þetta góð íslensk heilsuvara sem inniheldur fjórum sinnum fleiri steinefni en í hefðbundnum íþróttadrykk og sex ómissandi vítamín fyrir endurheimt. Við þurfum að huga að því að hlaða okkur eins og við hlöðum bílinn eða símann. Hver vill ekki skýrari hugsun, aukna orku og meira jafnvægi?“ segir Arnar Gauti Arnarsson einn eigenda Happy Hydrate.

„Við leituðum til Bjarka og Arnars Gauta hjá Happy Hydrate þegar Pina Colada-söltin komu í sölu og fengum þá í að hanna þennan frábæra djús með okkur. Drykkurinn verður í sölu í sumar enda sannkallaður sumardrykkur, hver elskar ekki Pina Colada?“ segir Gurrý og brosir.

Lemon alltaf fremst í huga okkar

Aðspurður segir Arnar Gauti að Lemon hafi alltaf verið fremst í huga þeirra þegar þeir ætluðu sér að gera góðan djús. „Sem við gerðum heldur betur. Hann bragðast ekki aðeins eins og sumar heldur kemur hann þér í sumarformið og heldur þér fullkomlega vökvuðum með blöndu af hreinu kókosvatni, Happy Hydrate og ananas.“

„Það er því tilvalið að koma við á Lemon í sumar og njóta þess bragðbesta og hollasta sem sumarið hefur að bjóða og gera vel við líkama og sál,“ segir Gurrý og hlakkar til að sjá hvernig viðtökurnar verða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert