Lauflétt að gera sinn eigin ricottaost

Heimagerður ricottaostur úr smiðju Hönnu keramiker.
Heimagerður ricottaostur úr smiðju Hönnu keramiker. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Heima­gert ricotta er eitt­hvað sem er til­tölu­lega auðvelt að galdra fram sjálf­ur, fá hrá­efni í og er til­tölu­lega þægi­legt í vinnslu. Þessi upp­skrift kem­ur úr smiðju Hönnu Thor­d­ar­son kera­miker en hún er ótrú­lega flink í eld­hús­inu og mik­ill ástríðukokk­ur. Hún hef­ur mikla ástríðu fyr­ir ít­alskri mat­ar­gerð og fylgj­end­ur henn­ar njóta góðs af en hún held­ur úti upp­skrift­vefsíðunni hér.

Þetta er upp­skrift sem ætti ekki að klikka en Hanna mæl­ir með að láta renna vel af ost­in­um ef hann á að vera fyll­ing í pasta. Ricotta­ost­inn má nota í ýmsa mat­ar­gerð og bakst­ur.  Hann er góður á pítsuna og það er sára­ein­falt að út­búa góða ídýfu úr hon­um með því að bæta við t.d. kryd­d­jurt­um og hvít­lauk svo fátt eitt sé nefnt.

Lauflétt að gera sinn eigin ricottaost

Vista Prenta

Heima­gerður ricotta­ost­ur

  • 1 l nýmjólk
  • 1 dl rjómi
  • ¼ tsk. salt
  • 2–4 msk. sítr­ónusafi eða epla­e­dik

Aðferð:

  1. Setjið mjólk, rjóma og salt í pott og hitið ró­lega upp í 80°C.
  2. Upp­lagt að nota hita­mæli til að fylgj­ast með hita­stig­inu.
  3. Lækkið hit­ann og bætið sítr­ónu/​ed­iki við, hrærið stöðugt í 3–5 mín­út­ur.  Mjólk­ur­bland­an byrj­ar að ysta og verður kekkj­ótt. Bætið þá aðeins meira af sýrunni við og hrærið.
  4. Látið blönd­una kólna aðeins og hellið síðan yfir í sigti með hreinni grisju/​viska­stykki í, látið renna af í a.m.k. 30 mín­út­ur – ekki þrýsta ofan á ost­inn (þá kless­ist hann).
  5. Því leng­ur sem hann er lát­inn standa þeim mun þurr­ari verður hann.
  6. Ost­ur­inn geym­ist vel í kæli í lokuðu íláti.
  7. Berið fram með því sem hug­ur­inn girn­ist eða notið hann í mat­ar­gerð og bakst­ur að vild.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert