Gabríel heldur áfram að fara á kostum á Spáni

Gabríel Kristinn Bjarnason er hér með snilldarrétt sem á eftir …
Gabríel Kristinn Bjarnason er hér með snilldarrétt sem á eftir að slá í gegn í næsta partíi. Samsett mynd

Gabrí­el Krist­inn Bjarna­son mat­reiðslumaður og landsliðskokk­ur elsk­ar ein­falda mat­ar­gerðina og finna upp nýj­ar auðveld­ar aðferðir til að töfra mat­ar­gest­ina sína upp úr skón­um.

Síðustu helgi fór Gabrí­el á kost­um þegar hann grillaði synd­sam­lega góða flanksteik sem hann bar fram með löðrandi chili-smjöri og öðru góðgæti og deildi aðferðinni með fylgj­end­um sín­um á sam­fé­lags­miðlum. Nú er Gabrí­el mætt­ur til Spán­ar og held­ur áfram að fara á kost­um með sín­um snilld­ar töfra­brögðum mat­ar­gerðinni og þarf ekki einu sinni að hafa mikið af eld­hús­tækj­um og tól­um til þess.

Hann gerði þenn­an ómót­stæðilega góða rétt sem er svo gott að dýfa nýju bagu­ette brauði í, synd­sam­legt. Þetta er þeytt­ur feta­ost­ur með marín­eruðum ólíf­um

„Best er að þeyta ost­inn í mat­vinnslu­vél en ég var bara með písk hér á Spáni þannig það virk­ar auðvitað líka,“ seg­ir Gabrí­el og hlær.

Gabríel heldur áfram að fara á kostum á Spáni

Vista Prenta

Þeytt­ur feta­ost­ur með marín­eruðum ólíf­um eins Gabrí­el ger­ir

Þeytt­ur feta­ost­ur

  • 200 g feta­ost­ur hreinn
  • 100 g rjóma­ost­ur
  • 2 msk. ólífu­olía
  • ½ msk. hun­ang
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið í mat­vinnslu­vél og þeytið vel sam­an.
  2. Gott er að rífa ost­inn niður fyrst.
  3. Bland­an á að vera með kremaða áferð þegar búið að þeytt­an hana vel.
  4. Takið síðan disk og smyrjið þeytta feta­ost­inn á disk­inn og myndið eins smá hreiður í miðjuna líkt og Gabrí­el ger­ir í mynd­band­inu.
  5. Setjið síðan marín­eruðu ólíf­urn­ar (sjá upp­skrift fyr­ir neðan) ofan í hreiðrið og skreytið með myntu­lauf­um.
  6. Berið fram með nýju bagu­ette brauði og njótið.

Marín­eraðar ólíf­ur

  • 150 g ykk­ar upp­á­halds ólíf­ur
  • 2 msk. saxaður skalot­lauk­ur
  • 2 tsk. saxaður hvít­lauk­ur
  • 1 msk. fínt söxuð mynta
  • Rif­inn börk­ur af 1 sítr­ónu
  • 1 msk. sítr­ónusafi
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið sam­an í skál og blandið vel sam­an.
  2. Leyfið að marín­er­ast í að minnsta kosti 30 mín­út­ur fyr­ir notk­un.
  3. Þær fara síðan ofan í þeytta feta­osta­hreiðrið þegar bera á þær fram.
mbl.is
Fleira áhugavert