Grillaðu grænmetið og kryddaðu það

Ísak Aron Jóhannsson landsliðskokkur mælir með grilluðu grænmeti og segir …
Ísak Aron Jóhannsson landsliðskokkur mælir með grilluðu grænmeti og segir það ekki síður gott eins og grillað kjöt. Samsett mynd

Þá er komið að hús­ráði vik­unn­ar úr smiðju fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðsins, Ísaks Arons Jó­hanns­son­ar. Hann gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina, bakst­ur­inn og þegar grilla skal. Að þessu sinni ætl­ar hann að gefa góð ráð þegar grilla skal græn­meti sem hann seg­ir að sé ekki síðar en að grilla kjöt.

Að grilla græn­meti get­ur verið al­veg jafnt gott og að grilla kjöt. Hægt er að grilla nán­ast hvað græn­meti sem er t.d. toppkál, brokkólíni, seljurót og ekki skaðar það að krydda það með Græn­met­is­blönd­unni frá Ma­brúkka. Þegar græn­meti er grillað þarf að dressa það vel upp úr olíu til að leiða hit­ann og fá jafna brún­un, sumt græn­meti líkt og selju­rót­in er gott að baka áður en því er skellt á grillið til að stytta eld­un­ar­tím­ann á grill­inu. Best er auðvitað að prufa sig áfram og þora prufa,“ seg­ir Ísak með bros á vör.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert