Grillaðu grænmetið og kryddaðu það

Ísak Aron Jóhannsson landsliðskokkur mælir með grilluðu grænmeti og segir …
Ísak Aron Jóhannsson landsliðskokkur mælir með grilluðu grænmeti og segir það ekki síður gott eins og grillað kjöt. Samsett mynd

Þá er komið að hús­ráði vik­unn­ar úr smiðju fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðsins, Ísaks Arons Jó­hanns­son­ar. Hann gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina, bakst­ur­inn og þegar grilla skal. Að þessu sinni ætl­ar hann að gefa góð ráð þegar grilla skal grænmeti sem hann segir að sé ekki síðar en að grilla kjöt.

Að grilla grænmeti getur verið alveg jafnt gott og að grilla kjöt. Hægt er að grilla nánast hvað grænmeti sem er t.d. toppkál, brokkólíni, seljurót og ekki skaðar það að krydda það með Grænmetisblöndunni frá Mabrúkka. Þegar grænmeti er grillað þarf að dressa það vel upp úr olíu til að leiða hitann og fá jafna brúnun, sumt grænmeti líkt og seljurótin er gott að baka áður en því er skellt á grillið til að stytta eldunartímann á grillinu. Best er auðvitað að prufa sig áfram og þora prufa,“ segir Ísak með bros á vör.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert