Æðislegur helgarréttur sem börnin eiga eftir að elska

Quesadillas með pulled pork, rjómaosti og cheddar osti borið fram …
Quesadillas með pulled pork, rjómaosti og cheddar osti borið fram með söxuðum rauðlauk, tortillaflögum og Taco bell sósu. Ljósmynd/Andrea Gunnarsdóttir

Hér er á ferðinni qu­es­a­dillas með pul­led pork, rjóma­osti og chedd­ar osti sem kem­ur úr smiðju Andr­eu Gunn­ars­dótt­ur mat­ar­blogg­ara sem held­ur úti sinni eig­in upp­skrifta­vef sem ber ein­fald­lega heitið Andrea Gunn­ars. Þessi rétt­ur er full­kom­inn til að út­búa og fram­reiða um helgi og leyfa börn­un­um að taka þátt. Ost­ur­inn fær að njóta sín í þess­um rétti sem og Taco Bell sós­an sem er ómót­stæðilega góð. Það er vel hægt að mæla með þess­um rétt sem góðu fjöl­skyldu­rétti og börn­in eiga eft­ir að elska þenn­an rétt. Vert að bera fram ferskt sal­at að eig­in vali með rétt­in­um ef vill.

Andrea ber tortillurnar fram með fersku salati.
Andrea ber tortill­urn­ar fram með fersku sal­ati. Ljós­mynd/​Andrea Gunn­ars­dótt­ir

Æðislegur helgarréttur sem börnin eiga eftir að elska

Vista Prenta

Qu­es­a­dillas með pul­led pork, rjóma­osti og chedd­ar osti

Fyr­ir 4-5

  • 900 g svína­hnakki í sneiðum
  • 1 bréf taco krydd
  • Smjör til steik­ing­ar
  • 1 lauk­ur, skor­inn í báta
  • 3 dl BBQ sósa

Annað meðlæti með rétt­in­um

  • Rjóma­ost­ur
  • Rif­inn chedd­arost­ur
  • 8 tortill­ur (minni gerðin)
  • Rauðlauk­ur, fín­hakkaður
  • Stein­selja, smátt söxuð
  • Tortilla flög­ur, muld­ar
  • Taco Bell sósa, upp­skrift fyr­ir neðan

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 110°C.
  2. Nuddið grísa­hnakk­ann með taco kryddi og steikið á pönnu upp úr smjöri á háum hita þangað til kjötið er komið með fal­lega steik­ing­ar­húð.
  3. Raðið sneiðunum í eld­fast mót, raðið lauk yfir og endið á að setja BBQ sósu yfir allt.
  4. Setjið álp­app­ír yfir mótið og eldið í ofni í 10 klukku­tíma.

Sam­setn­ing:

  1. Þegar kjötið er til­búið er það tætt í sund­ur með tveim göffl­um og látið kólna þar til hægt er að vinna með það.
  2. Smyrjið tortilla kök­ur með rjóma­osti, setjið pul­led pork á ann­an helm­ing kök­unn­ar og chedd­arost yfir kjötið.
  3. Brjótið hinn helm­ing­inn yfir kjötið og ost­inn þannig að úr verði hálf­máni.
  4. Hitið bragðdaufa olíu á pönnu og steikið qu­es­a­dill­urn­ar á báðum hliðum þar til þær hafa fengið fal­leg­an lit og ost­ur­inn er bráðnaður.
  5. Berið fram með Taco Bell sós­unni, rauðlauk, stein­selju, muld­um tortilla flög­um og fersku sal­ati eft­ir smekk.

Taco Bell sósa

  • ¾ bolli maj­ónes
  • ¼ bolli sýrður rjómi
  • 3 msk. jalapeno úr krukku, fín­hakkað
  • 3 msk. jalapeno safi
  • 2 tsk. paprikukrydd
  • 2 tsk. cum­in
  • 2 tsk. hvít­lauks­duft
  • 1 tsk. lauk­duft
  • ½ tsk. chili duft
  • ½ tsk. salt

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið í skál og blandið vel sam­an.
  2. Geymið í ís­skáp í lokuðu íláti þar til borið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert