Klassísk Quiche Lorraine í tilefni dagsins

Quiche Lorraine er fullkomin til að njóta í tilefni dagsins, …
Quiche Lorraine er fullkomin til að njóta í tilefni dagsins, þjóðhátiðardag Frakka, Bastilludaginn góða. Ljósmynd/Unsplash

Í dag er til­efni til að fagna Bastillu­deg­in­um, þjóðar­hátíðar­degi Frakka, með því að vera með ekta fransk­ar kræs­ing­ar eins og þær ger­ast best­ar. Hér erum við kom­in með klass­íska Quiche Lorraine og heiður­inn af upp­skrift­inni á Eir­ný Sig­urðardótt­ir osta­drottn­ing, mesti osta­sér­fræðing­ur lands­ins. Hún er ljúf­feng og full­kom­in fyr­ir til­efni eins og Bastillu­dag­inn góða. Eir­ný þekk­ir mat­ar­menn­ingu Frakka vel og sér­stak­lega þegar kem­ur að ost­um og eng­inn er klár­ari en Eir­ný að stilla upp glæsi­leg­um sæl­kera­borðum drekk­hlöðnum af ost­um og meðlæti. Hún kann líka að gera þessa dá­semd upp á tíu.

Ræt­ur sín­ar að rekja til Lorraine héraðsins

Quiche Lorraine á ræt­ur sín­ar að rekja til Lorraine héraðsins í norðaust­ur Frakklandi. Heim­ild­ir í kring­um 1800 sýna að bænd­ur gerðu seðjandi og prótein­rík­an mat með því sem var til á flest­um bæj­um: hveiti, egg og rjóma. Við þetta var svo bætt þurr­verkuðu svína­kjöti. Orðið "Quiche" þýðir kaka á frönsku og hef­ur nafnið ef­laust komið til þar sem bak­an var gerð í köku­móti.

„Breyt­ing­ar hafa orðið á inni­haldi bök­un­ar, en Quiche Lorraine í dag má einnig inni­halda bragðmik­inn ost. Um leið og aðrar viðbæt­ur koma til sögu, eins og græn­meti, krydd, jurtir eða önn­ur prótein, heit­ir bak­an ein­ung­is "Quiche" og alls ekki "Quiche Lorraine," seg­ir Eir­ný sposk.

Klassísk Quiche Lorraine í tilefni dagsins

Vista Prenta

Quiche Lorraine

Böku­deig (má svindla og kaupa til­búið deig)

  • 175 g hveiti
  • 100 g kalt smjör, rifið með rif­járni eða bitað
  • 1 eggj­ar­auða
  • ¼ tsk salt

Fyll­ing

  • 200 g lar­dons (má einnig nota pancetta kubba eða óreykt bei­kon, einnig mæli ég með guanciale frá Tariello sem fæst í Mela­búðinni)
  • 75 g rif­inn Comté (hægt að nota Beaufort, Can­tal eða Chedd­ar)
  • 200 ml sýrður rjómi
  • 200 ml rjómi
  • 3 egg + 1 eggja­hvíta
  • 1 tsk. ferskt tim­i­an eða 2 tsk. þurrkað tim­i­an
  • Svart­ur pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið hveiti og salt í breiða skál.
  2. Myljið þur­refn­in og rifið smjörið sam­an með hönd­um þar til smjörið verður eins og smá­ar baun­ir.
  3. Einnig er hægt að gera þetta með mat­vinnslu­vél.
  4. Gerið laut í miðjuna á hveit­inu og setjið eggj­ar­auðuna til að mynda sam­hent deig. Bætið 1 msk. ís­köldu vatni ef þarf.
  5. Hnoðið sam­an með létt­um hand­tök­um, passið að of­hnoða ekki. Pakkið deig­inu inn og geymið það í 10-15 mín­út­ur í kæliskáp áður en þið rúllið því út.

For­bök­un

  1. Hitið ofn­inn í 200°C.
  2. Rúllið deigið út á hveit­i­stráðu borði og setjið í 23cm x 2,5 cm form. Pikkið í botn­inn með gaffli og stingið í ís­skáp í 10 mín­út­ur.
  3. Setjið bök­un­ar­papp­ír og farg, t.d. þurr­ar baun­ir, á papp­ír­inn og for­bakið böku­skel­ina í 5-8 mín. Fjar­lægið baun­irn­ar og papp­ír­inn.
  4. Steik­ing og blönd­un
  5. Lækkið ofn­inn í 190°C.
  6. Steikið lar­dons á pönnu og látið svo kólna.
  7. Hrærið sam­an sýrðan rjóma, rjóma, ost og egg ásamt tim­i­an og pip­ar.
  8. Bætið svo kældu lar­dons sam­an við. Hellið fyll­ing­unni í formið og setjið í ofn í 25 mín­út­ur eða þar til gull­in­brúnt að ofan og enn frek­ar mjúkt í miðju.
  9. Alls ekki leyfa bök­una að rísa í ofni og þar af leiðandi of eld­ast.
  10. Leyfið bök­una að standa í 5-7 mín­út­ur áður en hún er bor­in fram. Hún er einnig góð við stofu­hita.

Bon App­e­tit!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert