„Spicy“ Akureyringurinn á eftir að slá í gegn

Ísak Aron Jóhannsson fyrirliðið íslenska kokkalandsliðsins býður upp á „Spicy“ …
Ísak Aron Jóhannsson fyrirliðið íslenska kokkalandsliðsins býður upp á „Spicy“ Akureyringinn sem á eftir að slá í gegn. Samsett mynd

Ísak Aron Jó­hanns­son fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins og eig­andi ZAK veit­ingaþjón­ust­unn­ar nýt­ur þess að grilla á sumr­in og ger­ir mikið af því. Landsliðskokk­arn­ir í ís­lenska kokka­landsliðinu eiga all­ir sína upp­á­haldsút­gáfu af ham­borg­ara og marg­ir þeirra eru bún­ir að deila með les­end­um Mat­ar­vefs­ins upp­skrift­inni af sín­um upp­á­halds. Nú er komið að Ísaki að svipta hul­unni af sín­um upp­á­halds­ham­borg­ara þessa dag­ana. Þessi borg­ari er rosa­leg­ur, sam­setn­ing­in er framúrsk­ar­andi og það er erfitt að toppa þenn­an. Hann á eft­ir að slá í gegn í næstu grill­veislu.

„Þessi burger er til­einkaður Ak­ur­eyr­ing­um en hann er sam­an­sett­ur af Chuck grill­borg­ur­um frá Norðlensku, með brædd­um pip­arosti, rauðlauksultu, steikt­um svepp­um, chili-bernaise, kart­öflu­ham­borg­ara­brauði og síðast en ekki síst með frönsk­um kart­öfl­um á milli,“ seg­ir Ísak.

Hvað varðar magn á ham­borg­ur­um er ykk­ar að velja hvort þið viljið grilla tvo, fjóra eða sex. Þá miðið þið meðlætið ofan á ham­borg­ar­ana sem og fjölda ham­borg­ara­brauða eft­ir því. Upp­skrift­irn­ar að rauðslaukssult­unni og chili-bernaise sós­unni duga vel á nokkr­ar borg­ara.

Ísak vill hafa sína hamborgara grillaða medium. Sjáið franskarnar á …
Ísak vill hafa sína ham­borg­ara grillaða medi­um. Sjáið fransk­arn­ar á milli, synd­sam­legt að njóta. Ljós­mynd/Í​sak Aron Jó­hanns­son

„Spicy“ Akureyringurinn á eftir að slá í gegn

Vista Prenta

Spicy“ Ak­ur­eyr­ing­ur­inn – grill­borg­ari með brædd­um pip­arosti, rauðlaukssultu, steikt­um svepp­um, chili-bernaise sósu, frönsk­um karöfl­um í kart­öflu­ham­borg­ara­brauði

Steikt­ir svepp­ir

  • Flúðasvepp­ir eft­ir smekk
  • Salt eft­ir smekk
  • Olía

Aðferð:

  1. Skerið svepp­ina í sneiðar og hitið pönnu þar til hún byrj­ar að reykja,
  2. Skellið þá olíu á pönn­una og bætið við svepp­um ásamt salti.
  3. Steikið þar til þeir verða gull­in­brún­ir.

Rauðlauksulta

  • 2 stk. rauðlauk­ur
  • 150 g syk­ur
  • 50 ml bal­sa­mik edik

Aðferð:

  1. Skerið lauk á móti rót­inni í strimla og steikið á miðlungs­hita þar til lauk­ur­inn byrj­ar að kara­mellíser­ast.
  2. Bætið við bal­sa­mik ed­iki og sykri, leyfið að sjóða sam­an í u.þ.b. 5 mín­út­ur.

Chili-bernaise sósa

  • 400 g smjör
  • 4 stk. eggj­ar­auður
  • Bernaise edik
  • Þurrkað fáfn­is­gras
  • Sriracha

Aðferð:

  1. Bræðið smjör og hafið eggj­ar­auður til­bún­ar í skál ásamt dass af bernaise ed­iki og fáfn­is­grasi.
  2. Hellið smjöri í eggj­ar­auðurn­ar á meðan því er pískað sam­an, þegar allt smjörið hef­ur farið í bernaise-sós­una er hún smökkuð til með salti, sriracha sósu og ed­iki eins og þörf er á.

Chuck grill­borg­ari frá Norðlenska

  1. Þess­ir ein­stak­lega góðu borg­ar­ar inni­halda mikla fitu og er nauðsyn­legt að salta þá vel áður en þeir eru grillaðir til að auka bragðið.
  2. Skellið borg­ur­un­um á fun­heitt grillið og skerið pip­arost í þunn­ar sneiðar á meðan þeir grill­ast. Ég grilla ham­borg­ar­ana mína medi­um en hver sér um sig hvernig þeir eiga að vera eldaðir.
  3. Þegar borg­ar­arn­ir eru 1 mín­útu frá því að vera til­bún­ir skellið þá pip­arostasneiðum á þá og leyfið ost­in­um að bráðna.

Fransk­ar að eig­in vali

  • Fransk­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Bakið eða djúp­steikið eft­ir leiðbein­ing­um.
  2. Ég nota djúp­steik­ingarpott til að steikja mín­ar fransk­ar heima en ofn­steikt­ar eru alltaf holl­ari.

Sam­setn­ing á ham­borg­ar­an­um:

  1. Byrjið á því að grilla brauðið, næst „drisslið“ þið chili-bernaise sósu á brauðið og eft­ir því kem­ur rauðlauksulta, steikt­ir svepp­ir og kál.
  2. Nýgrillaðir borg­ar­ar koma næst með brædd­um pip­arosti ásamt meiri chilli bernaise.
  3. Toppið síðan efsta hlut­ann eins og al­vöru Ak­ur­eyr­ing­ur ger­ir með frönsk­um á borg­ar­ann og skellið meiri chili-bernaise á.
  4. Næst setjið þið lokið á borg­ar­ann og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert