Suðurnesjamærin Matthildur Emma býður upp á vikumatseðilinn

Suðurnesjamærin Matthildur Emma Sigurðardóttir býður upp á vikumatseðilinn að þessu …
Suðurnesjamærin Matthildur Emma Sigurðardóttir býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. mbl.is/Eyþór

Heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni á Matt­hild­ur Emma Sig­urðardótt­ir Suður­nesja­mær. Matt­hild­ur Emma er mik­ill sæl­keri og nýt­ur þess að borða ljúf­feng­an og holl­an mat. Kærast­inn henn­ar, Finn­ur Prigge ,er framúrsk­ar­andi góður bak­ari og hef­ur hlotið verðlaun í fag­inu og hann er líka ein­stak­lega góður í mat­ar­gerð enda á Matt­hild­ur nokkra upp­á­halds­rétti sem koma úr hans smiðju.

Matt­hild­ur Emma er ein­ung­is 18 ára og stund­ar nám við Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja og er lærður förðun­ar­fræðing­ur og hef­ur mik­inn áhuga á mód­el­störf­um. Hún er einnig þátt­tak­andi í keppn­inni Ung­frú Ísland sem hald­in verður 14. ág­úst næst­kom­andi.

„Mér finnst mik­il­vægt að stuðla að góðri lík­am­legri og and­legri heilsu, það mik­il­væg­ast fyr­ir góða vellíðan og góður mat­ur kem­ur þar sterkt inn,“ seg­ir Matt­hild­ur Emma með bros á vör.

Hún er búin að ákveða vikumat­seðlinn fyr­ir vik­una sem á vel við miða við veður­spánna sem framund­an er.

Mánu­dag­ur – Ítalsk­ar kjöt­boll­ur að hætti kær­ast­ans

„Ég dýrka ít­alsk­an mat og sér­stak­lega þenn­an rétt sem kærast­inn minn ger­ir stund­um, svo bragðgóður.“

Þriðju­dag­ur – Heima­lagað las­anja

„Upp­á­halds mat­ur­inn minn er las­anja þannig mér finnst ómiss­andi að vera með lasj­ana.“

Miðviku­dag­ur -Dýrðleg­ur kjúk­linga­rétt­ur

„Verð að bera með alla vega einn kjúk­linga­rétt í vik­unni, ávallt svo gott að fá góðan kjúk­linga­rétt.“

Fimmtu­dag­ur – Heima­gerð djúsí sam­loka

„Eitt svona létt og bragðgott, elska góðar og „spicy“ sam­lok­ur.“

Föstu­dag­ur – Mexí­kóskt sal­at

„Sal­at er mjög fljót­legt að laga og líka svo bragðgott og létt í maga.“

Laug­ar­dag­ur – Ómót­stæðileg­ur pasta­rétt­ur með osti

„Þetta girni­lega ostap­asta er til­valið til laga um helg­ina.“

Sunnu­dag­ur – Hinn full­komni helgar­kjúk­ling­ur

„Full­kom­inn helgar­kjúk­ling­ur fyr­ir sunnu­dags­kvöldið til að enda vik­una, ljúf­fengt og gott.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert