Salat vikunnar: Sumarlegt caprese-salat

Salat vikunnar er sumarlegt og ferskt.
Salat vikunnar er sumarlegt og ferskt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sal­at vik­unn­ar kem­ur úr smiðju Anitu Asp­ar Ing­ólfs­dótt­ur og á vel við á þess­um árs­tíma. Þetta sal­at er dá­sam­lega ferskt og frá­bært. Í raun má segja að það sé hið full­komna meðlæti með hvaða mat sem er og upp­lagt að hafa sal­atið með þegar grill­mat­ur er ann­ars veg­ar.

Salat vikunnar: Sumarlegt caprese-salat

Vista Prenta

Sum­ar­legt ca­prese-sal­at

  • 1 dós mozzar­ella-perl­ur
  • 2  askja/​box kirsu­berjatóm­at­ar
  • 2 msk. basil
  • 1 stk. avóka­dó
  • 1 stk. maí­skólf­ur / 1 dl maís­baun­ir
  • Góð ólífu­olía
  • Salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Skerið tóm­at­ana í helm­inga.
  2. Skerið avóka­dóið í litla bita.
  3. Grillið maí­skólf­inn og skerið síðan baun­irn­ar af kólf­in­um.
  4. Skerið síðan basil­blöðin í ræm­ur.
  5. Blandið síðan öllu sam­an og smakkað til með ólífu­olíu og salti eft­ir smekk.
  6. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert