Hummus-pasta með súrkáli og ólífum úr smiðju Hildar

Hildur Ómarsdóttir býður hér upp á súrkálssalat vikunnar sem inniheldur …
Hildur Ómarsdóttir býður hér upp á súrkálssalat vikunnar sem inniheldur líka pasta og hummus sem er hið fullkomna kombó að hennar mati. Samsett mynd

Miðviku­dag­ar eru súr­kálssal­at­dag­ar á Mat­ar­vefn­um og nú er komið að næsta sal­ati sem inni­held­ur súr­kál. Hér erum við kom­in með mat­ar­mikið og bragðgott sal­at með humm­us-pasta úr smiðju Hild­ar Ómars­dótt­ur mat­ar­blogg­ara með meiru sem er þekkt fyr­ir að gera lit­rík og góð salöt sem gleðja bæði augu og bragðlauka. 

Humm­us pasta er einn af okk­ar „go to“ rétt­um þegar við vilj­um fljót­lega, ein­falda og bragðgóða máltíð. Þeir sem hafa fylgt mér lengi hafa ef­laust séð hana oft og mörg­um sinn­um en við verðum ekki þreytt á henni. Það elska jú all­ir pasta og svo er al­veg „brilli­ant“ að nota humm­us sem sósu sem ger­ir rétt­inn saðsam­ari og prótein­rík­ari á sama tíma. Til að full­komna rétt­inn bæt­um við svo súru kontr­asti með líf­ræn­um græn­um ólíf­um og súr­káli, full­komið á móti humm­usn­um í miðaust­ur­lensk­um anda, það er í raun þetta kom­bó sem ger­ir máltíðina. Svo bæt­ir maður við því græn­meti sem maður á til að fá smá lit á disk­inn. Við fáum aldrei nóg af þessu og börn­in ekki held­ur,“ seg­ir Hild­ur með bros á vör.

Hummus-pasta með súrkáli og ólífum úr smiðju Hildar

Vista Prenta

Humm­us-pasta með súr­káli og ólíf­um

  • 500 g spelt pasta
  • 2 box af keypt­um humm­us eða út­búið heima­gerðan humm­us
  • 1 krukka græn­ar líf­ræn­ar ólíf­ur frá Ra­punzel
  • 1 krukka Klass­ískt súr­kál en Karríkálið frá Súr­kál fyr­ir sæl­kera er líka gott með

Síðan græn­meti sem til er í ís­skápn­um að hverju sinni en Hild­ur notaði þetta

  • Kál
  • Gúrku
  • Papriku
  • Tóm­ata
  • Það má bæta við ólífu­olíu og kryddi eins og t.d. óreg­anó til að bragðbæta sal­atið

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  2. Skolið og skerið græn­metið.
  3. Setjið í skál og bætið við pasta, súr­káli og ólíf­um og skreytið eins og ykk­ur lang­ar til.
  4. Berið fram rétt­inn fram með humm­us að eig­in vali.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert