Miðausturlenskt lambasalat sem þú verður að prófa

Girnilegt lambakjötssalat með perlubyggi og tahini-sósu.
Girnilegt lambakjötssalat með perlubyggi og tahini-sósu. Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt

Hér er á ferðinni al­veg dá­sam­legt gott sal­at með miðaust­ur­lensku ívafi þar sem lamba­kjöt er í aðal­hlut­verki ásamt perlu­byggi og tahini-sósu. Þetta er bæði létt og bragðgott og upp­lagt að nota af­gang af lamba­kjöti ef þið eigið til eft­ir helg­ina. Ann­ars er lamba­mín­útu­steik full­kom­in í þetta sal­at og tek­ur afar stutta stund að elda. Upp­skrift­in kem­ur af upp­skrifta­vefn­um Íslenskt lamba­kjöt. Best er að byrja á sós­unni og síðan út­búa sal­atið sjálft.

Miðausturlenskt lambasalat sem þú verður að prófa

Vista Prenta

Miðaust­ur­lenskt lamba­sal­at með perlu­byggi og tahini-sósu

Tahini-sósa

  •  2 litl­ir hvít­lauks­geir­ar, saxaðir smátt
  •  100 ml sítr­ónusafi
  •  200 ml tahini
  •  ½ tsk. sjáv­ar­salt
  •  ¼ tsk. kumm­in
  •  ¼ tsk. kórí­and­er
  •  6-7 msk. vatn, ískalt

Aðferð:

  1. Hrærið hvít­lauk og sítr­ónusafa sam­an í lít­illi skál, látið standa í 10 mín­út­ur.
  2. Sigtið hvít­lauk­inn frá sítr­ónusaf­an­um og blandið tahini, salti, kumm­in og kórí­and­er sam­an við.
  3. Hrærið vatni sam­an við þar til mynd­ast hef­ur slétt sósa, bætið við vatni eft­ir þörf­um og bragðbætið með salti og sítr­ónusafa.
  4. Kælið þar til fyr­ir notk­un.

Lamba­sal­at

  •  650 g lamba­mín­útu­steik
  •  2 kúr­bít­ar, skorn­ir í 1,5 cm bita
  •  u.þ.b. 120 ml ólífu­olía
  •  1 tsk. sjáv­ar­salt
  •  ½ tsk. svart­ur pip­ar, nýmalaður
  •  3 skalot­lauk­ar, skorn­ir smátt
  •  1 ½ tsk. kumm­in
  •  ½ tsk. kórí­and­er, malaður
  •  ¼ tsk. cayenne-pip­ar
  •  3 dl perlu­bygg, hægt að nota venju­legt bygg en þá breyt­ist suðutím­inn sam­kvæmt því
  •  200 g kirsu­berjatóm­at­ar, skorn­ir í tvennt
  •  5 msk. svart­ar ólíf­ur, stein­laus­ar og skorn­ar gróf­lega
  •  ½ rauðlauk­ur, skor­inn í þunn­ar sneiðar
  •  4-5 msk. granatepla­fræ
  •  ½ hnefa­fylli stein­selja, skor­in smátt
  •  ¼ hnefa­fylli myntu­lauf, skor­in smátt
  •  1 hnefa­fylli kletta­sal­at
  •  150 g feta­ost­ur, mul­in niður
  •  tahini sósa, ein upp­skrift

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 200°C.
  2. Setjið kúr­bít í stóra skál og blandið sam­an við 4 msk. af ólífu­olíu ásamt ¾ tsk. af salti og ¼ tsk. af pip­ar.
  3. Setjið kúr­bít­inn á ofn­plötu, með bök­un­ar­papp­ír und­ir, hér gæti þurft að nota tvær plöt­ur.
  4. Bakið kúr­bít í 20-25 mín­út­ur.
  5. Hrærið í græn­met­inu af og til yfir eld­un­ar­tím­ann. Takið úr ofn­in­um og setjið til hliðar.
  6. Hitið 2 msk. af olíu í miðlungs­stór­um potti og hafið á háum hita.
  7. Bætið við skalot­lauk, kumm­in, kórí­and­er og cayenne-pip­ar, eldið í 1 mín­útu.
  8. Bætið perlu­byggi sam­an við og eldið í 1 mín.
  9. Hellið 7,5 dl af vatni sam­an við byggið og sjóðið í 15 mín­út­ur.
  10. Takið af hit­an­um og látið standa í 5 mín­út­ur.
  11. Setjið byggið yfir í stóra og breiða skál eða djúpt fat og látið kólna ör­lítið.
  12. Blandið kúr­bít sam­an við byggið ásamt tómöt­um, ólíf­um, rauðlauk, granatepla­fræj­um, kryd­d­jurt­um og kletta­sal­ati, látið til hliðar.
  13. Þerrið kjötið og sáldrið yfir það salti og pip­ar.
  14. Hitið olíu á pönnu eða grillpönnu og hafið á háum hita.
  15. Steikið kjötið í 1-2 mín­út­ur á hvorri hlið, eða eft­ir smekk.
  16. Setjið kjötið á bretti og látið það hvíla í 5 mín­út­ur.
  17. Skerið kjötið í þunn­ar sneiðar og blandið sam­an við byggsal­atið.
  18. Sáldrið feta­osti yfir og berið fram með tahini-sósu.
  19. Njótið vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert