Ravioli sem kemur bragðlaukunum á flug

Fyllt heimagert ravioli með spínati að hætti Hönnu Thordarson matgæðings.
Fyllt heimagert ravioli með spínati að hætti Hönnu Thordarson matgæðings. Samsett mynd

Hanna Thor­d­ar­son kera­miker og mat­gæðing­ur með meiru elsk­ar fátt meira en að töfra fram girni­leg­ar kræs­ing­ar. Ástríða henn­ar leyn­ir sér ekki þegar hún er í eld­hús­inu og þegar ít­ölsk mat­ar­gerð er ann­ars veg­ar blómstr­ar hún hrein­lega í eld­hús­inu. Hér er á ferðinni upp­skrift að heima­gerðu ravi­oli sem kem­ur bragðlauk­un­um á flug og er í raun skylda að prófa ef þú elsk­ar ít­alsk­an mat.

Eins og að vera stadd­ur á litl­um ít­ölsk­um veit­ingastað

„Eitt af því skemmti­legra sem ég geri er að búa til mis­mun­andi út­gáf­ur af fyll­ing­um í heima­til­búið pasta. Það er hægt að gera mis­mun­andi út­gát­ur af ravi­oli en þessi er í upp­á­haldi og er það tvennt sem stend­ur upp úr, ann­ars veg­ar hversu skemmti­leg vinnsl­an er og svo hins veg­ar hvað bragðlauk­arn­ir hafa gam­an af. Til­finn­ing­in er smá eins og að vera stadd­ur á góðum, litl­um ít­ölsk­um veit­ingastað. Ég bý sjálf til pastað og  ricotta­ost­inn en það má líka al­veg sleppa því og kaupa til­búið en ef maður er í stuði þá er sára­ein­falt að búa til hvort tveggja. 

Salvíu­smjörið ger­ir mikið og sama má segja ef notað er aðeins af pestói. Rifni sítr­ónu­börk­ur­inn set­ur punkt­inn klár­lega yfir i-ið.  Rétt­ur­inn er bæði góður sem aðal­rétt­ur eða for­rétt­ur,“ seg­ir Hanna sposk. Hanna held­ur úti sinni eig­in upp­skrift­asíðu hér þar sem er að finna fullt af girni­leg­um upp­skrift­um sem hrein­lega kveðja í bragðlauk­un­um.

Ómótstæðilega girnilegt ravioli með spínatfyllingu.
Ómót­stæðilega girni­legt ravi­oli með spínatfyll­ingu. Ljós­mynd/​Hanna Thor­d­ar­son

Ravioli sem kemur bragðlaukunum á flug

Vista Prenta

Ravi­oli með spínatfyll­ingu að hætti Hönnu

  • Rúm­lega 200 g ferskt pasta. tvö­föld upp­skrift af heima­gerðu pasta, sjá upp­skrift hér 
  • 200 g hveiti
  • 2 egg
  • Aðeins af olíu

Aðferð:

  1. Pasta
  2. Hnoðið í 10 mín­út­ur (sjá upp­skrift hér)
  3. Látið jafna sig í 30 mín­út­ur í kæli.
  4. Fletjið síðan út.

Fyll­ing

  • 60 g ferskt ís­lenskt spínat, til­k­ar tekn­ir af
  • 90 – 100 g ricotta
  • 30 g par­mesanost­ur
  • 1 stk. eggj­ar­auða
  • Rifið múskat, má sleppa
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Takið stilk­ana af spínatinu og setjið blöðin í sjóðandi vatn, sjóðið í 30 sek­únd­ur.
  2. Hellið vatn­inu hellt frá og kreistið blöðin til að ná öll­um vökv­an­um úr, saxið smátt.
  3. Blandið öllu hrá­efn­inu sam­an í skál.

Ravi­oli

  1. Ef til er ravi­oli­form leggið þá lengju af fersku pasta í formið og myndið hol­ur til að koma fyll­ing­unni fyr­ir. 
  2. Setjið fyll­ing í hverja holu (rétt rúm­lega 1 tsk.). 
  3. Leggið pasta­lengju ofan á og rennið köku­kefli yfir til að móta bit­ana.
  4.  Snúið form­inu við og takið hvern bita úr. 
  5. Ef ekki er til form leggið þá pasta­lengj­una á borð, gott að sigta aðeins af hveiti áður til að lengj­an loði síður við borðið).
  6. Setið síðan tvær fyll­ing­ar hlið við hlið með góðu milli­bili (rétt rúm­lega 1 tsk. af fyll­ingu) – leggið síðan pasta­lengju ofan á og þrýstið með fingr­um á öll­um hliðum til að loka svo að fyll­ing­in hald­ist. 
  7. Notið hníf (rúllu­járn) til að skera ravi­oli niður.
  8. Þegar ravi­oli er til­búið og geymt er gott að sigta smá hveiti yfir þannig að bitarn­ir loði síður við borðið/​fatið. 
  9. Ef ekki á að sjóða þá strax er gott að setja plast­filmu yfir en þá er bara að var­ast að plastið snerti ravi­oli-ið (gott að barm­arn­ir á diskn­um séu hærri eins og t.d. á djúpri ofnskúffu).
  10. Hitið vatn að suðu og hafið það saltað. 
  11. Setjið ravi­oli ofan í sjóðandi vatnið og sjóðið í 4 mín­út­ur.

Fyr­ir sam­setn­ingu og fram­reiðslu

  • Góð olía
  • Aðeins af pestói eins og kletta­sal­atspestó eða prima pestó
  • Brennd sal­vía og smjör
  • Líf­ræn sítr­óna, börk­ur rif­inn fínt
  • Salt og pip­ar­korn eft­ir smekk
  • Par­mesanost­ur, rif­inn

Sam­setn­ing og fram­reiðsla

Brennd sal­vía og smjör

  1. Setjið smjör á litla pönnu eða í pott og bræðið á frek­ar háum hita. 
  2. Bætið laufi af ferskri salvíu við.
  3. Þegar smjörið er bráðnað á að krauma í því og það mynd­ast hálf­gerðir krist­all­ar á yf­ir­borðinu og síðan froða. 
  4. Á þeim tíma­punkti fer að mynd­ast lit­ur í botn­in­um og sal­ví­an dökkn­ar þá takið þið pönn­una/​pott­inn af hell­unni.
  5. Setjið síðan pestó á disk og nokk­ur blöð af kletta­sal­ati eða öðru fal­lega grænu.
  6. Leggið ravi­oli ofan á og setjið brennda salvíu ofan á hér og þar.
  7. Rifið sítr­ónu­börk yfir ásamt par­mesanosti og nokkr­um salt­flög­um eft­ir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert