Haukur á Yuzu kominn í pylsurnar

Frændurnir Haukur Már Hauksson, alla jafna kallaður Haukur Chef, og …
Frændurnir Haukur Már Hauksson, alla jafna kallaður Haukur Chef, og Sigurður Haraldsson, betur þekktur sem pylsumeistarinn. Nú verður hægt að fá pylsurnar frá Pylsumeistaranum á Götubitahátíðinni. mbl.is/Árni Sæberg

Stærsti mat­ar­viðburður á Íslandi hefst í dag klukk­an 17:00 í Hljóm­skálag­arðinum í hjarta borg­ar­inn­ar og stend­ur fram á sunnu­dag. Mikið verður um dýrðir og keppt verður um titil­inn Besti götu­biti Íslands 2024. Alls verða um 30 mat­ar­vagn­ar sem taka þátt og bjóða upp á fjöl­breytt úr­val af kræs­ing­um. Hljóm­skálag­arður­inn mun því lokka að sér mat­gæðinga sem munu renna á ilm­inn.

Meðal þeirra sem taka þátt ár eru frænd­urn­ir Hauk­ur Már Hauks­son, best­ur þekkt­ur sem Hauk­ur Chef eða Hauk­ur á Yuzu, og Sig­urður Har­alds­son kjötiðnaðarmaður, bet­ur þekkt­ur sem pylsu­meist­ar­inn. Hann hef­ur unnið til fjölda verðlauna fyr­ir pyls­urn­ar sín­ar og á og rek­ur kjötiðnaðar­versl­un­ina Pylsu­meist­ar­inn. Sig­urður er bróðir afa Hauks og ljóst að mataráhug­inn er víða í fjöl­skyld­unni. Hauk­ur kall­ar frænda sinn alla jafna Didda og hlakk­ar mikið til að vera með pyls­urn­ar hans á Götu­bita­hátíðinni.

Mig hef­ur lengi langað að vinna með Didda frænda

Segið okk­ur aðeins frá þátt­töku ykk­ar í Götu­bita­hátíðinni er þetta í fyrsta skiptið sem þið eruð með?

„Þetta er okk­ar fyrsta Pop-up og verður í tjaldi, tjaldið heit­ir ein­fald­lega Pylsu­meist­ar­inn. Mig hef­ur lengi langað að vinna með Didda frænda, pylsu­meist­ar­an­um sjálf­um. En ég man eft­ir hon­um vinn­andi í kjötvinnsl­unni sinni frá því að ég var lít­ill strák­ur og hef alltaf litið mikið upp til hans,“ seg­ir Hauk­ur.

„Síðastliðinn vet­ur sagði hann mér að hann langaði að taka þátt í Götu­bita­hátíðinni, en það væri ávallt svo ótrú­lega mikið að gera hjá hon­um að hann hefði hrein­lega ekki tíma til að taka þátt. Enda vinn­ur hann alla daga í kjötvinnsl­unni og fer svo yfir í búðina að selja sín­ar frá­bæru vör­ur. Ég hugsaði að þarna vær­ir frá­bært tæki­færi fyr­ir mig til að fá loks­ins að vinna með hon­um og sagði hon­um að ég myndi bara sjá um þetta, ef hann græjaði pyls­urn­ar. Ég er mat­reiðslumaður sem sel­ur ham­borg­ara svo ég hlýt að geta græjað pyls­ur líka,“ seg­ir Hauk­ur sposk­ur.

Hvar geta þeir sem lang­ar að smakka þess­ar frægu pyls­ur fundið ykk­ur?

„Grilluðu til­búnu pyls­urn­ar verður bara hægt að fá á Götu­bita­hátíðinni í Hljóm­skálag­arðinum en pyls­urn­ar er alltaf hægt að fá hjá Pylsu­meist­ar­an­um við Lauga­læk þar sem Diddi frændi er með versl­un­ina sína og í nokkr­um vel völd­um versl­un­um.“

Þrjár vinsælustu pylsurnar verða í boði, Steikarpylsa, Ostapylsa og sú …
Þrjár vin­sæl­ustu pyls­urn­ar verða í boði, Steikar­pylsa, Ostapylsa og sú vin­sæl­asta er pylsa með chilli, papaya og an­an­as og hægt verður að fá gott meðlæti með. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þrjár vin­sæl­ustu pyls­urn­ar í boði

Segðu okk­ur aðeins frá sér­stöðunni, í pyls­un­um og meðlæt­inu sem þið munu bjóða upp á?

„Við verðum sem sagt með þrjár týp­ur af grilluðum pyls­um, þetta eru þrjár vin­sæl­ustu pyls­ur Pylsu­meist­ar­ans, Steikar­pylsa, Ostapylsa og sú vin­sæl­asta er pylsa með chilli, papaya og an­an­as. Svo ætla ég að út­búa kart­öflu­sal­at og það verður dijon sinn­ep til hliðar á diskn­um. Hægt verður að versla eina, tvær eða þrjár pyls­ur. En þetta er ekki þessi týpiska pylsa í brauði, það verður ekk­ert brauð, en það verður disk­ur,“ seg­ir Hauk­ur.

 Átt þú heiður­inn af upp­skrift­inni að pyls­un­um og sam­setn­ing­unni?

„Pylsu­meist­ar­inn á all­an heiður­inn af pyls­un­um og svo fæ ég að blanda í kart­öflu­sal­atið, Dijon sinn­epið kem­ur beint frá Frakklandi.“

Njóta pyls­urn­ar hjá Pylsu­meist­ar­an­um ávallt jafn­mik­illa vin­sælda?

„Pyls­urn­ar hafa slegið í gegn og verið vin­sæl­ar í mörg ár, enda hágæða vara. En mark­mið Pylsu­meist­ar­ans er að fram­leiða gæðavör­ur sem eru laus­ar við öll óþörf auka- og íblönd­un­ar­efni og inni­halda ein­göngu ís­lenskt kjöt, krydd og salt,“ seg­ir Hauk­ur og bæt­ir við að hann hlakka til að taka móti öll­um um helg­ina sem lang­ar að fá sér smakk á hágæða og al­vöru pyls­um úr smiðju frænda síns.

Frændurinir eru mjög spenntir fyrir samstarfinu um helgina.
Frænd­ur­in­ir eru mjög spennt­ir fyr­ir sam­starf­inu um helg­ina. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert