Ljúffengar skonsur í lautarferðina

Skonsurnar eru fullkomnar með heimagerðri jarðarberjasultu og þeyttum rjóma. Heilla …
Skonsurnar eru fullkomnar með heimagerðri jarðarberjasultu og þeyttum rjóma. Heilla bæði augu og munn. Ljósmynd/Bent Marinósson

Anna Marín Bents­dótt­ir er 21 árs göm­ul og hef­ur bakað frá því að hún man eft­ir sér. Hún er mik­ill ástríðubak­ari og sér um nýja kaffi­húsið hjá Kokku á Lauga­veg­in­um. Hún elsk­ar að út­búa og bjóða í fal­leg­an sum­ar­dög­urð á sól­ar­dög­um og finnst líka afar gam­an að baka kræs­ing­ar til að taka með í laut­ar­ferð.

Hún bakaði þess­ar ljúf­fengu skons­ur og gerði jarðarberja­sultu fyr­ir fjöl­skyld­una sína á dög­un­um. Skons­urn­ar slógu í gegn og all­ir viðstadd­ir voru fljót­ir að leggja inn pönt­un fyr­ir næsta boð og pöntuðu líka bongóblíðu svo hægt væri að halda garðveislu eða hrein­lega fara í huggu­lega laut­ar­ferð.

Anna Marín Bentsdóttir hefur bakað frá því hún man eftir …
Anna Marín Bents­dótt­ir hef­ur bakað frá því hún man eft­ir sér. Hún elsk­ar að töfra fram ljúf­feng­an og fal­leg­an dög­urð fyr­ir fjöl­skyld­una. Ljós­mynd/​Bent Marinós­son

„Þess­ar ljúf­fengu skons­ur eru með smá sítrus og mér fannst til­valið að bera þær fram með jarðarberja­sultu. Þær lukkuðust ekk­ert smá vel og all­ir voru í skýj­un­um með kræs­ing­arn­ar. Ég ætla að nýta hvert tæki­færi þegar sól­in skín og ég á frí til að bjóða í laut­ar­ferð, þó að það verði bara í garðinum heima,“ seg­ir Anna Marín með bros á vör.
Aðspurð seg­ir Anna Marín að best sé að bera skons­urn­ar fram volg­ar úr ofn­in­um með heima­gerðu jarðarberja­sult­unni og nýþeytt­um rjóma. Hins veg­ar sé líka í góðu lagi að taka þær með í nesti fyr­ir laut­ar­ferð og njóta. Þá er líka hægt að njóta þeirra með þeyttu smjöri og lemon curd fyr­ir þá sem vilja.

Girnilegar hjá Önnu Marín og skemmtileg framsetning.
Girni­leg­ar hjá Önnu Marín og skemmti­leg fram­setn­ing. Ljós­mynd/​Bent Marinós­son

Ljúf­feng­ar skons­ur með smá sítrus og heima­gerðri jarðarberja­sultu

Skons­ur

  • 420 g hveiti
  • 1 kúpt msk. lyfti­duft
  • 1 tsk. salt
  • 1-2 msk. syk­ur
  • Börk­ur af ½ app­el­sínu
  • 100 g kalt smjör (skorið í bita)
  • 220 g súr­mjólk
  • 1 egg
  • Smá mjólk til að pensla með
  • Smá hrá­syk­ur til að strá yfir

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 200°C.
  2. Finnið til miðlungs­stóra skál og setjið syk­ur og app­el­sínu­börk­inn í skál­ina.
  3. Nuddið sam­an þar til syk­ur­inn hef­ur tekið smá app­el­sínu­gul­an lit og leggið til hliðar.
  4. Setjið hveiti, lyfti­duft, smjör og salt í mat­vinnslu­vél. Kveikið á vél­inni og brytjið smjörið í minni bita þar til að bland­an lík­ist sandi, með nokkr­um aðeins stærri bit­um af smjöri.
  5. Það er líka hægt að gera þetta með hönd­un­um og nudda smjör­inu við hveitið ef vill.
  6. Bætið síðan hveiti/​smjör­blönd­unni sam­an við syk­ur­blönd­una og blandið vel sam­an.
  7. Hellið síðan súr­mjólk­inni út í og bætið egg­inu sam­an við og hrærið svo með sleikju þar til að allt kem­ur nokk­urn veg­inn sam­an, passið samt að hræra ekki of mikið.
  8. Setjið deigið út á borð og hnoðið allt var­lega sam­an í stóra sjúskaða kúlu.
  9. Fletjið út í u.þ.b. 3 cm þykkt deig og stimplið út skons­ur með 6-8 cm hring­laga formi.
  10. Raðið á bök­un­ar­plötu og penslið með mjólk og stráið smá hrá­sykri ofan á.
  11. Bakið við 210°C í 12 mín­út­ur.

Jarðarberja­sulta

  • 600 g jarðarber (fersk eða fros­in)
  • 200 g syk­ur
  • Safi úr ½ -1 sítr­ónu

Aðferð:

  1. Ef það eru notuð fersk jarðarber í sult­una þá er gott að skera þau í minni bita.
  2. Setjið ann­ars allt sam­an í miðlungs­stór­an pott og hitið sam­an við miðlungs­hita.
  3. Hrærið allt vel sam­an og vaktið pott­inn vel, um leið og syk­ur­inn hef­ur bráðnað hrærið þá stöðugt í blönd­unni og látið koma upp smá suðu.
  4. Látið allt malla á væg­um hita í u.þ.b. 10 mín­út­ur.
  5. Hrærið stöðugt.
  6. Þegar bland­an er orðin aðeins þykk­ari er gott að taka smá af sult­unni með kaldri skeið eða setja á kald­an disk og láta standa í smá­stund til að sjá áferðina á sult­unni þegar hún kóln­ar.
  7. Þá sjáið þið hvort það þarf að elda hana leng­ur til að gera hana þykk­ari eður ei.
  8. Þegar bland­an er orðin eins þykk og þið viljið hafa hana er gott að færa hana yfir í annað ílát sem þolir hita og leyfa að kólna við stofu­hita, geymið síðan inni í ís­skáp þar til skons­urn­ar verða born­ar fram.
  9. Hægt er að gera sult­una fyr­ir fram og eiga hana til í ís­skápn­um.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert