Skreyttu matinn

Ísak Aron Jóhannsson hvetur lesendur Matarvefsins til nýta íslenska blóðbergið …
Ísak Aron Jóhannsson hvetur lesendur Matarvefsins til nýta íslenska blóðbergið til skreyta matinn með þegar hann er borinn fram. Samsett mynd

Þá er komið að hús­ráði vik­unn­ar úr smiðju fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðsins, Ísaks Arons Jó­hanns­son­ar. Hann gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina, bakst­ur­inn og þegar grilla skal. Að þessu sinni gef­ur hann góð ráð varðandi fram­setn­ing­una á matn­um sem við ber­um á borð. Hann legg­ur til að við för­um út í nátt­úr­una og nýt­um það sem þar er að finna til að skreyta mat­inn.

„Eitt sinn var mér sagt að maður borði ávallt fyrst með aug­un­um. Þetta hef ég ávallt að leiðarljósi þegar ég er að mat­reiða og bera hann fram, mat­ur­inn þarf að vera girni­leg­ur þ.e.a.s. lit­rík­ur og fal­leg­ur. Mér finnst til­valið að fara út í nátt­úr­una og finna jurtir til að skreyta mat­inn með líkt og ís­lenska villta blóðbergið. Fjólu­bláu lauf­in á blóðberg­inu er hægt að nota til að skreyta mat eins og lamb, fisk og græn­meti og það gef­ur líka frá­bært bragð og fal­leg­an lit,“ seg­ir Ísak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert