Einfaldasta spaghettíið með hvítlauksostabrauði

Spaghettí með þremur innihaldsefnum borið fram með hvítlauksostabrauðið.
Spaghettí með þremur innihaldsefnum borið fram með hvítlauksostabrauðið. Ljósmynd/Valla Gröndal

Þegar þig lang­ar í eitt­hvað gott og lang­ar að út­búa kvöld­verð sem er ekki flók­inn, tek­ur lít­inn tíma að út­búa stein­ligg­ur þetta ofur ein­falda spaghettíið með þrem­ur inni­halds­efn­um. Síðan smellpass­ar þetta hvít­lauk­sosta­brauð með.

Stund­um er svo gott að vera með eitt­hvað ein­falt og þægi­legt og leyfa sér að vera latur í eld­hús­inu, það má líka.

Val­gerður Gréta Grön­dal, alla jafna kölluð Valla, á heiður­inn af þess­um ein­falda rétti og upp­skrift­ina gerði hún fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn.

Einfaldasta spaghettíið með hvítlauksostabrauði

Vista Prenta

Spaghettí með þrem­ur inni­halds­efn­um

  • 300 g spaghettí
  • Krydds­mjör með hvít­lauk frá MS
  • 150 g 4 osta blanda
  • Nýmalaður svart­ur pip­ar og flögu­salt eft­ir smekk
  • Fersk stein­selja ef vill
  • ½ bagu­ette, skorið í sneiðar
  • 50 g 4 osta­blanda

Aðferð:

  1. Sjóðið spaghettíið sam­kvæmt leiðbein­ing­um, geymið vatnið.
  2. Setjið 4 mat­skeiðar af hvít­laukss­mjör­inu og 100 grömm af ost­in­um á pönnu og bræðið sam­an.
  3. Hellið ein­um desí­lítra af pasta­vatni sam­an við og hrærið þar til sam­lagað.
  4. Smakkið til með salti og pip­ar.
  5. Setjið spaghettíið út á pönn­una og veltið upp úr ostasós­unni.
  6. Setjið rest­ina af ost­in­um sam­an við og bætið 1/​2 desí­lítra af pasta­vatni út á og veltið sam­an.

Hvít­lauk­sosta­brauð

  1. Hitið ofn­inn í 210°C og setjið á grillstill­ingu.
  2. Skerið brauðið ská­hallt í sneiðar og smyrjið með hvít­laukss­mjöri.
  3. Stráið osti yfir og bakið í 5-7 mín­út­ur.
  4. Passið brauðið vel, það dökkn­ar fljótt und­ir grill­inu.
  5. Berið síðan spaghettíið fram með hvít­lauks­brauðinu og njótið. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert