Það var fullt hús á matsölustaðnum Lemon á Suðurlandsbraut þegar kynntur var nýr sumardrykkur, Happy Pina Colada, sem gerður var í samstarfi við Happy Hydrate.
„Drykkurinn inniheldur ananas, kókosvatn og rafsölt frá Happy Hydrate með Pina Colada-bragði. Happy Hydrate er íslensk heilsuvara sem inniheldur vítamín og steinefni og því frábært að fá slíka blöndu í drykk. Þetta er ferskur og sumarlegur drykkur sem kemur fólki í sumarformið enda inniheldur Happy Hydrate natríum, kalíum og magnesíum ásamt sex mikilvægum vítamínum,“ segir Gurrý Indriðadóttir í samtali við matarvef mbl.is.
Bjarki Geir Logason og Arnar Gauti Arnarson, tveir af eigendum Happy Hydrate, segja að varan hafi slegið í gegn enda um góða íslenska vöru að ræða. Þeir voru einnig ánægðir með viðtökur á drykknum á Lemon. „Það er gott að sjá hvað fólk er ánægt með drykkinn. Þetta er ferskur, hollur og bragðgóður drykkur sem bætir heilsu og eykur vellíðan,“ segja þeir að lokum.