Föstudagspítsa „bianca“ með kartöflum og timían

Föstudagspítsan er extra girnileg!
Föstudagspítsan er extra girnileg! Samsett mynd

Föstu­dagspít­s­an þessa vik­una er synd­sam­lega ljúf­feng hvít pítsa, eða „pizza bianca“, með sýrðum rjóma, kart­öfl­um, rauðlauk, timí­an og chili­f­lög­um. Upp­skrift­in kem­ur frá systr­un­um Helgu Maríu og Júlíu Sif, en þær halda úti upp­skrift­arsíðunni Veg­an­ist­ur.is þar sem þær deila góm­sæt­um veg­an upp­skrift­um. 

Upp­skrift­in er í miklu upp­á­haldi hjá systr­un­um sem segja hana slá í gegn í hvert skipti sem þær bjóða vin­um og fjöl­skyldu upp á hana. Þær mæla ein­dregið með því að all­ir smakki pítsuna og því er til­valið að skella í hana í kvöld!

Pítsan hefur slegið í gegn hjá vinum og fjölskyldu systranna.
Píts­an hef­ur slegið í gegn hjá vin­um og fjöl­skyldu systr­anna. Ljós­mynd/​Veg­an­ist­ur.is

Föstudagspítsa „bianca“ með kartöflum og timían

Vista Prenta

Hvít pítsa með kart­öfl­um og timí­an

Hrá­efni:

Pít­sa­deig fyr­ir tvær pítsur:

  • 500-550 g hveiti (byrjið á því að setja 500 g og bætið svo við ef deigið er mjög blautt)
  • 6 g þurr­ger
  • 2 tsk. salt
  • 2 tsk. syk­ur
  • 4 msk. ólífu­olía
  • 350 ml vatn (35-37°C)

Álegg:

  • 250 ml sýrður veg­an rjómi
  • 1 hvít­lauks­geiri
  • 200 gr. rif­inn veg­an chedd­arost­ur
  • 1 rauðlauk­ur
  • Kart­öfl­ur eft­ir smekk (sirka tvær litl­ar kart­öfl­ur á hverja pítsu)
  • Ferskt timí­an eft­ir smekk
  • Salt eft­ir smekk
  • Chili­f­lög­ur eft­ir smekk
  • Smá ólífu­olía

Eft­ir bakst­ur:

  • Kletta­sal­at
  • Ristaðar og saltaðar möndl­ur
  • Hvít­lauk­sol­ía
  • Prosociano (par­mes­an) veg­an ost­ur
  • Rif­inn sítr­ónu­börk­ur

Aðferð:

Pítsa­botn:

  1. Hrærið sam­an hveiti, þurr­geri, sykri og salti í skál.
  2. Bætið vatni og ólífu­olíu sam­an við.
  3. Deigið mun vera blautt í fyrstu, en hafið ekki áhyggj­ur. Ef þið notið hræri­vél hnoðið þar til deigið slepp­ist frá skál­inni. Ef þið hnoðið með hönd­un­um byrjið á því að setja svo­lítið af hveiti á borðið og hnoðið það með blaut­um hönd­um. Notið svo aðferðina „slap and fold“. Það er svo­lítið erfitt að út­skýra aðferðina en í mynd­band­inu hér að neðan sjáið þið hvernig það er gert. Þetta er gert í svo­litla stund eða þar til deigið fer frá því að vera blautt í að verða slétt og fínt.
  4. Látið deigið hef­ast í sirka einn klukku­tíma í skál.
  5. Deila deig­inu næst í tvennt og út­búið tvær kúl­ur með því að draga sam­an kant­anna á deig­inu. Þetta er líka sýnt í mynd­band­inu hér að neðan. Leggið viska­stykki yfir kúl­urn­ar og leyfið þeim að hef­ast í 20-30 mín­út­ur í viðbót.
  6. Hitið ofn­inn, pítsa­stein­inn eða píts­astálið á meðan á hæsta hita sem ofn­inn býður uppá.
  7. Fletjið deigið ekki út með köku­kefli held­ur notið hend­urn­ar til að fletja út pítsurn­ar.

Álegg:

  1. Hrærið sýrðum rjóma sam­an við hvít­lauks­geira og smá salt og smyrjið á pít­sa­deigið.
  2. Bætið rifn­um osti yfir.
  3. Skerið kart­öfl­urn­ar virki­lega þunnt. Ég nota mandó­lín svo þær verði mjög þunn­ar. Ég held að osta­skeri ætti líka að geta virkað. Ef þið eigið ekki mandó­lín eða eigið erfitt með að skera kart­öfl­urn­ar mjög þunnt er ekk­ert mál að steikja skíf­urn­ar ör­lítið fyr­ir svo að þær verði alls ekki hrá­ar þegar píts­an er til­bú­in. Skíf­urn­ar verða svo þunn­ar með mandó­líniað það er eng­in þörf á að steikja þær fyr­ir.
  4. Bætið rauðlauk og timí­an á pítsuna og toppið að lok­um með smá ólífu­olíu, salti og chili­f­lög­um.
  5. Rennið pítsunni á pítsa­spaða ef þið eigið svo­leiðis. Mér finnst það enn erfiðasti part­ur­inn en er að æfa mig. Bakið pítsuna þar til hún er orðin gyllt og ost­ur­inn vel bráðnaður. Ég nota píts­astál sem ég hita á hæsta hita með ofn­in­um í sirka 40 mín­út­ur. Ég hef stálið hátt í ofn­in­um og baka pítsuna beint á stál­inu. Ég set tvo ís­bita eða lítið eld­fast mót með vatni í botn­inn á ofn­in­um og loka hon­um svo. Það tek­ur mig bara 3-4 mín­út­ur að baka pítsuna á stál­inu. Þetta er einnig sýnt í mynd­band­inu hér að neðan. Ef þið eigið ekki píts­astál og pítsa­spaða er líka hægt setja deigið á smjörpapp­ír áður en þið toppið hana með álegg­inu og rennið því svo beint á ofn­plötu og bakið við 240°C í sirka 12 mín­út­ur eða þar til píts­an er gyllt og ost­ur­inn bráðnaður.
  6. Takið pítsuna út og toppið með kletta­sal­ati, veg­an par­mesanosti, ristuðum og söltuðum möndl­um, hvít­lauk­sol­íu, sítr­ónu­berki og salti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert