Selja samanbrotnar pitsur á Laugavegi

Emil Bjartur á vaktinni í portinu við Laugaveg 48. Þar …
Emil Bjartur á vaktinni í portinu við Laugaveg 48. Þar skín sólin fram á kvöld að hans sögn. mbl.is/Eyþór

Nýj­asta viðbót­in í veit­inga­flór­una í miðborg Reykja­vík­ur er pitsu­vagn­inn Pizza Port sem er að finna við Lauga­veg 48. Þar standa vakt­ina tveir ung­ir menn og reiða fram súr­deig­spitsur sem bakaðar eru í Ooni-pitsa­ofn­um sem notið hafa mik­illa vin­sælda síðustu miss­eri.

„Við feng­um bullandi pitsu­dellu í covid. Okk­ur langaði alltaf að gera eitt­hvað svona sam­an og ákváðum síðasta sum­ar að kýla á það. Síðan þá höf­um við unnið að und­ir­bún­ingi og nú er þetta komið af stað,“ seg­ir Emil Bjart­ur Sig­ur­jóns­son. Hann og fé­lagi hans Ei­rík­ur Atli Karls­son hafa haft í nógu að snú­ast síðan vagn­inn var opnaður fyr­ir mánuði.

mbl.is/​Eyþór

Pitsurn­ar eru Napólí-pitsur úr súr­deigi og hægt er að velja úr nokkr­um teg­und­um af mat­seðli. At­hygli vek­ur að viðskipta­vin­ur­inn fær pitsuna brotna sam­an nema hann kjósi að kaupa sér pitsu­kassa á 100 krón­ur.

„Þetta er vin­sælt í Napólí. Okk­ur fannst það sniðug hug­mynd að geta labbað niður Lauga­veg­inn með pitsuna brotna sam­an. Það er svona 50/​50 hvort fólk tek­ur pitsurn­ar þannig eða kaup­ir kassa,“ seg­ir Emil.

Þetta fram­tak þeirra fé­laga er í takt við þróun víða er­lend­is þar sem svo­kallaðir pop up-pits­astaðir hafa notið mik­illa vin­sælda. Í borg­um eins og New York nýta marg­ir sér fær­an­lega pitsu­ofna til að selja pitsur á mörkuðum og manna­mót­um. Sú þróun hófst ein­mitt á covid-tím­an­um þegar sam­komutak­mark­an­ir ýttu fólki út í að prófa nýja hluti.

mbl.is/​Eyþór

Emil og Ei­rík­ur festu kaup á gömlu pulsu­vagni, rifu allt út úr hon­um og inn­réttuðu upp á nýtt. „Hann er lít­ill en hann virk­ar. Við reyn­um að gera þetta eins ein­falt og við mögu­lega get­um. Við erum mjög sátt­ir við ofn­ana, þeir gera allt sem við þurf­um,“ seg­ir Emil.

Framtíðin er óráðin en þeir stefna á að hafa vagn­inn eitt­hvað op­inn á kvöld­in næsta vet­ur. Þá eru þeir opn­ir fyr­ir því að mæta með pitsurn­ar í veisl­ur.

Frétt­in birt­ist í Morg­un­blaðinu 23. júlí

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert