Svalandi Pina colada íspinnar fyrir helgina

Þú verður að smakka þessa!
Þú verður að smakka þessa! Samsett mynd

Það er tilvalið að hrista aðeins upp í hlutunum og útbúa extra svalandi kokteil í íspinnaformi um helgina! 

Uppskriftahönnuðurinn Linda Ben töfraði þessa ljúffengu og ofureinföldu Pina colada-íspinna fram, en hún heldur úti uppskriftasíðunni Lindaben.is

Svalandi Pina colada íspinnar

  • 1 ananas
  • 1 dós kókosmjólk
  • 60 ml romm

Aðferð:

  1. Skerið börkinn frá og kjarnhreinsið ananasinn. Setjið í matvinnsluvél. 
  2. Opnið dósina af kókosmjólkinni varlega. Takið aðeins þykka hlutann af kókosmjólkinni upp úr dósinni og setjið í matvinnsluvél. Hendið rest eða notið seinna í annan rétt. 
  3. Setjið romm út í matvinnsluvélina og maukið.
  4. Hellið maukinu ofan í íspinnabox og fyrstið í a.m.k. sex klukkustundir.
  5. Njótið!
Girnilegt!
Girnilegt! Ljósmynd/Lindaben.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka