„Það jafnast ekkert á við ís í brauðformi“

Sigurborg Katla elskar góðan ís.
Sigurborg Katla elskar góðan ís. Samsett mynd

Sig­ur­borg Katla Svein­björns­dótt­ir stend­ur reglu­lega vakt­ina í Ísbúðinni Háa­leiti og töfr­ar fram góm­sæta ísa sem flest­ir lands­menn hika ekki við að næla sér hvernig sem viðrar.

Sig­ur­borg Katla er al­gjör dugnaðarforkur en ásamt vinnu stund­ar hún nám við Kvenna­skól­ann í Reykja­vík og æfir fót­bolta með Vík­ingi Reykja­vík. Það er því nóg að gera hjá þess­ari ungu konu. 

Blaðamaður mat­ar­vefjar­ins for­vitnaðist aðeins um vin­sæl­asta ís­inn og upp­á­halds­ís Sig­ur­borg­ar Kötlu. 

Hvað er skemmti­leg­ast við að vinna í ísbúð?

„Ég byrjaði að vinna í Ísbúð Háa­leit­is í apríl 2023. Eitt það skemmti­leg­asta við að vinna í ísbúð er að gera trúðaís­inn og um­gang­ast skemmti­legt fólk.“

Hver hef­ur verið vin­sæl­asti ís­inn í sum­ar og af hverju?

„Vin­sæl­asti ís­inn er rjómaís með lúx­us­dýfu, Toblerone-dýfu og hnet­um. Hann er góm­sæt­ur.“

Hver er upp­á­halds­ís­inn þinn og af hverju?

„Upp­á­halds­ís­inn minn er lít­ill rjómaís í brauðformi með kara­mellu­dýfu og pek­an­hnet­um. Það jafn­ast ekk­ert á við ís í brauðformi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert