Breyttu til með nýveiddan fiski

Ísak Aron Jóhannsson landsliðskokkur mælir með að þú prófir þig …
Ísak Aron Jóhannsson landsliðskokkur mælir með að þú prófir þig áfram með nýveiddan fisk með nýstárlegum aðferðum. Samsett mynd

Þá er komið að hús­ráði vik­unn­ar úr smiðju fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðsins, Ísaks Arons Jó­hanns­son­ar.

Hann gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð flestalla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina, bakst­ur­inn og þegar grilla skal. Að þessu sinni gef­ur hann legg­ur hann til að þú leik­ir þér með ný­veidd­an fisk og próf­ir að bera hann fram með ný­stár­leg­um hætti. 

Nú er mikið um að lands­menn stundi veiðar og því er þetta afar gott ráð, að breyta til með ný­veidd­an fisk og koma bragðlauk­un­um á flug.

„Al­gengt er að grilla fisk sem maður hef­ur veidd en það er margt annað hægt að gera með fisk­inn. Úr lax og bleikju er til að mynda hægt að verka fisk­inn og gera ceviche, tart­ar eða jafn­vel sashimi.

Þegar sashimi er gert þá er flakið snyrt vel og sett inn í frysti yfir nótt. Dag­inn eft­ir er flakið látið þiðna og skorið í þunn­ar sneiðar, síðan er upp­lagt að bera það fram með sojasósu og jafn­vel fersku ís­lensku wasa­bi. 

Tart­ar er einnig skemmti­legt að henda í en þá er flakið skorið í smá ten­inga og smakkað til með salti, sítr­ónu­berki, graslauk, ólífu­olíu og kapers. Hreint sæl­gæti allt sam­an.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert