Föstudagspítsan: Hvítlauksbrauðpítsa sem bragð er af

Pítsurnar hans Árna Þorvarðarsonar hafa ýmist fengið nafnið Pabbapítsur eða …
Pítsurnar hans Árna Þorvarðarsonar hafa ýmist fengið nafnið Pabbapítsur eða Járnkarlapítsur. Föstudagspítsan að þessu sinni er í raun hvítlaukspítsabrauð. Samsett mynd

Heiður­inn af föstu­dagspít­sunni að þessu sinni á Árni Þor­varðar­son bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi. Hann elsk­ar að baka pítsur og veit fátt skemmti­legra að koma með nýj­ar út­færsl­ur. Að þessu sinni býður Árni les­end­um upp á grillað hvít­lauks­brauð sem er í raun hvít­lauks­brauðpítsa og hægt að bjóða upp á með alls kon­ar mat.

Grillað hvít­lauks­brauð er al­gengt að borða sem aðal­rétt eða sem meðlæti með til dæm­is með humm­us, pestói eða öðrum sæl­kerasós­um. Það er einnig gott að skera það í bita og njóta þess sem snakks. Grillað hvít­lauks­brauð er fjöl­breytt­ur val­kost­ur. Það er í raun­inni eng­in tak­mörk á hvernig þú get­ur skapað þitt eigið bragðmikla focaccia hvít­lauks­brauð.

Girnilegt bæði sem pítsa og sem meðlæti.
Girni­legt bæði sem pítsa og sem meðlæti. Ljós­mynd/Á​rni Þor­varðar­son

Föstudagspítsan: Hvítlauksbrauðpítsa sem bragð er af

Vista Prenta

Grillað hvít­lauks­brauð

  • 592 g pitsa­hveiti            
  • 7 g þurr­ger        
  • 12 g salt                                
  • 47 g olía                                
  • 332 g vatn                           

Aðferð:

  1. Byrjið á því að vigta allt sam­an í skál.
  2. Notið krók og hrærið í 4 mín­út­ur á 30% hraða og 4 mín­út­ur á 60% hraða.
  3. Setjið olíu í form og skiptið deig­inu í formin, helst eru notuð ál­form sem hægt er að setja á grillið og hita upp.
  4. Leyfið deig­inu að standa við stofu­hita í um það bil 60 mín­út­ur vel húðað af hvít­lauk­sol­íu.
  5. Þrýstið út með putt­un­um þar til deigið nær út í allt formið.
  6. Stund­um þarf að end­ur­taka hvíld­ar­tím­ann.
  7. Stráið hvít­lauk eða hvít­lauks­mauki yfir fyr­ir bakst­ur.
  8. Setjið inn í kæli í 12 tíma.
  9. Pít­sa­ofn notaður á kald­asta svæðinu, hægt að setja álp­app­ír yfir svo deigið brenni ekki.
  10. Leyfið deig­inu að stækka aðeins áður en það er bakað.
  11.  Bakið við 210°C hita í 12 mín­út­ur.
  12. Flott er að setja stein­selju ofan á brauðið eft­ir bakst­ur­inn.
  13. Skerið niður í hent­ug­ar stærðir.
  14. Gott er að hita aft­ur upp á grill­inu með mat.
  15. Berið fram eitt og sér eða sem meðlæti með öðrum mat.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert