Pylsur með bjórsoðnum lauk og chilisalsa fyrir sælkerann

Grilluð pylsa borin fram með góðgæti sem kemur bragðlauknum á …
Grilluð pylsa borin fram með góðgæti sem kemur bragðlauknum á flug er ávallt kærkomin á góðum degi. Ljósmynd/Anna Björk Eðvarðsdóttir

Grillaða pyls­ur njóta mik­illa vin­sælda á sumr­in og gleðja marga svanga munna. Það er hægt að leika sér með pyls­ur og bera þær fram á marg­vís­leg­an og spenn­andi hátt. Anna Björk Eðvarðsdótt­ir mat­ar­blogg­ari og formaður Hrings­ins, sem held­ur úti upp­skrifta­vefn­um Anna Björk, hef­ur mikið dá­læti af pyls­um og gera þær hafa sæl­kera­máltíð. Hér er spenn­andi út­færsla úr henn­ar smiðju þar sem hún ber pyls­urn­ar fram með bjór­soðnum, sæt­um lauk og chilisalsa sem kem­ur bragðlauk­un­um á flug.

„Góð pylsa kæt­ir okk­ur fjöl­skyld­una alltaf. Það sem set­ur þess­ar pyls­ur í 1. sæti hjá fjöl­skyld­unni er auðvitað frá­bær pylsa og síðan meðlætið, sam­spilið milli sæta lauks­ins, hit­ans og krydd­inu úr chilisals­anu. Svo topp­ar maður dýrðina með sterku sinn­epi. Einn jök­ul­kald­ur með er ekki slæmt,“ seg­ir Anna Björk og bros­ir.

Hún mæl­ir með að hver og einn velji sér pylsu við hæfi en það eru til fjöl­marg­ar teg­und­ir af pyls­um í dag sem skemmti­legt er að grilla og leika sér með þegar kem­ur að meðlæti.

Anna Björk Eðvarðsdóttir er formaður Hringsins og heldur einnig úti …
Anna Björk Eðvarðsdótt­ir er formaður Hrings­ins og held­ur einnig úti mat­ar­bloggi á sinni eig­in heimasíðu. Hún hef­ur mikla ástríðu fyr­ir mat­ar­gerð og bakstri. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Pylsur með bjórsoðnum lauk og chilisalsa fyrir sælkerann

Vista Prenta

Pyls­ur með bjór­soðnum, sæt­um lauk og chilisalsa

Fyr­ir 4

  • Pyls­ur að eig­in vali sem og magn
  • Bri­och pylsu­brauð
  • Mjúkt smjör
  • Sterkt sinn­ep
  • Bjór­soðinn, sæt­ur lauk­ur, sjá upp­skrift fyr­ir neðan
  • Chilisalsa, sjá upp­skrift fyr­ir neðan

Bjór­soðinn sæt­ur lauk­ur

  • 2 tsk. ólífu­olía
  • 2 tsk. smjör
  • 3 stór­ir lauk­ar í þunn­um sneiðum
  • 1 tsk. kúmen­fræ
  • 2 msk. dökk­ur musca­vado syk­ur eða dökk­ur púður­syk­ur
  • 2 hvít­lauksrif, mar­in
  • 1 flaska ljós bjór
  • Sjáv­ar­salt og nýmalaður svart­ur pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið olíu og smjör á pönnu og lauk.
  2. Bætið síðan kúmeni og salti út á pönn­una og steikið á meðal­hita í um það bil 10 mín­út­ur og hrært í við og við. 
  3. Dreifið sykr­in­um og hvít­lauk  yfir og látið mallað áfram þar til lauk­ur­inn fer að kara­mellíser­ast. 
  4. Hellið þá bjórn­um yfir og og látið mallað áfram í um það bil 15 mín­út­ur eða þar til bjór­inn er gufaður upp og lauk­ur­inn er dökk­ur á lit­inn.
  5.  Smakkið til með salti og pip­ar.

Chilisalsa

  • 2 vor­lauk­ar, í þunn­um sneiðum
  • 1 rautt chili, fínsaxað (fræ­in með ef þú vilt mik­inn hita)
  • 2 msk. söxuð stein­selja
  • 2 tsk. ólífu­olía

Aðferð:

  1. Blandið öllu hrá­efn­inu sam­an í skál og hrærið vel sam­an.

Sam­setn­ing:

  1. Opnið brauðin og smyrjið þunnu lagi af smjöri inn í brauðin og grillið eða ristið, bara að inn­an, á þurri pönnu á háum hita, þau þurfa að fá svo­lít­inn lit.
  2. Grillið eða steikið pyls­urn­ar.
  3. Smyrjið síðan brauðið að inn­an með sterku sinn­epi, leggið er pyls­una í brauðið ásamt bjór­soðna sæta laukn­um og chilisals­anu.
  4. Berið fram og njótið með ís­köldu drykk sem ykk­ur finnst bestu með pyls­um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert