Vinsælasta grillsósa sumarsins í nokkrum útgáfum

Chimichurri er án efa ein vinsælasta grillsósa sumarsins.
Chimichurri er án efa ein vinsælasta grillsósa sumarsins. Samsett mynd

Chimichurri er án efa ein vin­sæl­asta grillsósa sum­ars­ins enda ómót­stæðilega bragðgóð, fersk og holl. Kryd­d­jurtir spila aðal­hlut­verkið í chimichurri-sós­unni og það er nóg úr­val af þeim í flest­um mat­vöru­versl­un­um lands­ins. Síðan er líka dá­sam­legt að gera sér ferð út á land og heim­sækja gróður­hús­in og kaupa beint af býli nýj­ar og fersk­ar kryd­d­jurtir þar sem þær eru í boði. Má þar meðal ann­ars nefna Friðheima og Ártanga en ég hef mikla unun af því að heim­sækja gróður­hús­in og kaupa mér fersk­ar og safa­rík­ar kryd­d­jurtir og nýja upp­skeru af græn­meti. Nú er rétti tím­inn til að næla sér í nýja ís­lenska upp­skeru af græn­meti um land allt.

Búin að þróa mína upp­á­halds

Ég er búin að þróa mína upp­á­halds­upp­skrift að chimichurri sem ég geri mjög oft en hún er frá­bær með hvers kyns steik­um, sér­stak­lega góð með lamba­lund­um og grilluðum fiski eins og bleikju, ný­veidd­um laxi og stór­lúðu.

Hér er ég búin að taka sam­an nokkr­ar út­gáf­ur af chimichurri-sós­unni og heiður­inn af upp­skrift­un­um eiga Davíð Örn Há­kon­ar­son mat­reiðslu­meist­ari hjá Skreið, Hrefna Rósa Sætr­an mat­reiðslu­meist­ari og veit­inga­hús­eig­andi, Eyþór Rún­ars­son mat­reiðslu­meist­ari og yfir­kokk­ur hjá Múlakaffi, Vikt­or Örn Andrés­son mat­reiðslu­meist­ari og einn eig­enda Sæl­kera­búðar­inn­ar og loks er það mín upp­á­halds.

Chimichurri-sós­an hans Davíðs 

Girnilegt hjá Davíð.
Girni­legt hjá Davíð. mbl.is/Á​sdís

Vinsælasta grillsósa sumarsins í nokkrum útgáfum

Vista Prenta

Chimichurri-sós­an hans Davíðs

  • ½ pk. VAXA-kórí­and­er
  • 2 box VAXA-stein­selja
  • 1 grein rós­marín
  • 6 grein­ar óreg­anó
  • ½ grænn eldpip­ar
  • ½ geiri hvít­lauk­ur
  • 3 msk. rauðvín­se­dik
  • 2 dl OMED-ólífu­olía – fæst á Skreið
  • Salt eft­ir smekk

Aðferð:

Setjið öll hrá­efn­in sam­an í bland­ara og smakkið til með salti.

Chimichurri-dress­ing­in hans Eyþórs  

Ómótstæðilega góð með grilluðum steikum.
Ómót­stæðilega góð með grilluðum steik­um. mbl.is/​Há­kon
Prenta

Chimichurri-dress­ing­in hans Eyþórs

  • 170 ml ólífu­olía
  • 30 ml rauðvín­se­dik
  • 3 stk. fínt skorn­ir skalot­lauk­ar
  • 1 stk. fínt rif­inn hvít­lauk­ur
  • 2 stk. tóm­at­ar skorn­ir í ten­inga
  • 20 g stein­selja fínt skor­in
  • 1 tsk. óreg­anó
  • ½ tsk. chili­duft
  • 1 tsk. paprika
  • 1 tsk. kummín
  • 1 msk. hlyns­íróp
  • sjáv­ar­salt eft­ir smekk
  • svart­ur pip­ar úr kvörn eft­ir smekk

Aðferð:

Blandið ólífu­olíu og ed­iki sam­an með písk. Bætið af­gang­in­um af hrá­efn­inu út í og smakkið til með salti og pip­ar.

Látið standa inni í kæli í minnst tvær klukku­stund­ir fyr­ir notk­un.

Svona ger­ir Hrefna Sætr­an chimichurri-sós­una

Hrefna Rósa Sætran er með greipaldin í sinni chimichurri.
Hrefna Rósa Sætr­an er með greipald­in í sinni chimichurri. Ljós­mynd/​Björn Árna­son
Prenta

Greipald­in-chimichurri-sós­an henn­ar Hrefnu Sætr­an

  • ½ búnt kórí­and­er
  • ½ búnt stein­selja
  • 3 hvít­lauksrif
  • ½ stk. rauðlauk­ur
  • ½ bolli olía
  • ¼ bolli greipald­insafi
  • 1 tsk. rauðar chiliflög­ur
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið kryd­d­jurtirn­ar og lauk­ana í bland­ara og maukið vel sam­an.
  2. Bætið ol­í­u og greip­saf­a út í og mauk­ið vel áfram, not­ið end­ana sem þið skáruð af til að gera sneiðar og kreist­ið saf­ann úr þeim.
  3. Krydd­ið svo með chili­f­lög­um, salti og pip­ar.

Chimichurri-sós­an hans Vikt­ors

Chimichurri sósan passar vel með nánast öllum grillmat.
Chimichurri sós­an pass­ar vel með nán­ast öll­um grill­mat. mbl.is/​Eyþór
Prenta

Chimichurri-sós­an hans Vikt­ors

  • 1 búnt stein­selja
  • 1 búnt kórí­and­er
  • 400-500 ml ólífu­olía
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • sítr­ónusafi og börk­ur af einni sítr­ónu
  • 2-5 stk. fínt saxað chili eft­ir smekk
  • 1 msk. gróft salt

Aðferð:

  1. Blandið sam­an öllu græn­met­inu og maukið vel sam­an.
  2. Bragðbætið með grófu salti eft­ir smekk.

Chimichurri-sós­an mín sem er upp­á­halds

Chimichurri sósan ljúfa.
Chimichurri sós­an ljúfa. Ljós­mynd/​Sjöfn
Prenta

Chimichurri-sósa Sjafn­ar

  • 1 stk. skalott­lauk­ur, smátt saxaður
  • 1 stk. rautt jalapenó, smátt saxað
  • 3-4 hvít­lauks­geir­ar, skera í þunn­ar sneiðar eða smátt skorna bita
  • ½ bolli rauðvín­se­dik
  • 1 tsk. salt­flög­ur, má vera meira
  • ½ bolli fínsaxað ferskt kórí­and­er, lauf og stilk­ar
  • ¼ bolli fínt söxuð fersk stein­selja, lauf og stilk­ar
  • 2 msk. fínt skor­in fersk óreg­anó­lauf
  • 1-2 grein­ar rós­marín, smátt saxað
  • ¾ bolli extra virg­in ólífu­olía

Aðferð:

  1. Blandið sam­an skalot­lauk, jalapenó, hvít­lauksrifj­um, rauðvín­se­diki og salt­flög­um í mortéli og merjið vel sam­an.
  2. Látið sitja í 10 mín­út­ur.
  3. Hrærið síðan sam­an kórí­and­er,  stein­selju, rós­marín og óreg­anó og bætið við í mortélið.
  4. Þeytið ólífu­olí­una út í með gaffli.
  5. Setjið dress­ing­una í gott ílát eða skál og geymið í kæli fyr­ir notk­un.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka