Bragðgott og einfalt risarækjutaco ekta mánudags

Syndsamlega gott rækjutaco sem á vel við á mánudegi.
Syndsamlega gott rækjutaco sem á vel við á mánudegi. Ljósmynd/Gígja S. Guðjónsdóttir

Þetta er ekta mánu­dags­rétt­ur, bragðgott ris­arækjutaco sem ger­ir mánu­dag­inn enn betri. Það er mjög ein­falt að út­búa þenn­an rétt og  hann er bæði fersk­ur og góður og sós­an topp­ar bragðupp­lif­un­ina. Heiður­inn af upp­skrift­inni á Gígja S. Guðjóns­dótt­ir mat­ar­blogg­ari og flug­freyja og birt­ist hún á upp­skrifta­vefn­um Gott í mat­inn.

Bragðgott og einfalt risarækjutaco ekta mánudags

Vista Prenta

Ris­arækjutaco

Fyr­ir 3

  • 8 stk. litl­ar taco pönnu­kök­ur
  • 500 g ris­arækj­ur
  • 3 stk. hvít­lauksrif, eða meira eft­ir smekk
  • Smjör eft­ir smekk
  • Olía eft­ir smekk
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Taco sósa

  • 1 dós sýrður rjómi 36%
  • 1/​2 stk. límóna
  • 1⁄4 tsk. cum­in krydd
  • 1 tsk. hvít­laukssalt
  • 1⁄2 tsk. cayenne pip­ar
  • 1 msk. hot sauce

Guaca­mole

  • 2 stk. avóka­dó
  • 1⁄2 stk. rauðlauk­ur
  • 1 stk. tóm­at­ur
  • 1⁄2 stk. límóna, saf­inn
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Rauðkálssalsa

  • 1⁄3 stk. rauðkáls­haus
  • 2 msk. taco sósa

Aðferð:

  1. Fínt er að byrja á að gera guaca­mole og taco sós­una.
  2. Byrjið á því að stappa avóka­dóið og bætið við fínt skorn­um rauðlauk og tóm­at og hrærið sam­an.
  3. Bætið síðan við límónusafa, salti og pip­ar.
  4. Hrærið sam­an sýrðum rjóma, límónusafa, hvít­laukssalti, cayenna pip­ar og hot sauce.
  5. Þá er taco sós­an til­bú­in.
  6. Skerið næst rauðkál niður og bætið við 2 msk. af taco sós­unni sem þið voruð að út­búa.
  7. Hrærið sam­an og geymið til hliðar.
  8. Þá er allt meðlætið sem fara í taco-ið til­búið og þá er ekk­ert eft­ir en að elda rækj­urn­ar og steikja pönnu­kök­urn­ar.
  9. Setjið rækj­urn­ar í eld­fast form með bræddu smjöri, söxuðum hvít­lauk, salti og pip­ar og eldið í ofni á 250°C hita í 5-7 mín­út­ur.
  10. Einnig er hægt að steikja rækj­urn­ar á pönnu með smjöri, hvít­lauk, salti og pip­ar í um 3 mín­út­ur á hvorri hlið.
  11. Setjið nokkr­ar mat­skeiðar af olíu á litla pönnu og hitið vel.
  12. Snögg steikið síðan pönnu­kök­urn­ar upp úr ol­í­unni.
  13. Gígju finnst kök­urn­ar best­ar steikt­ar en einnig er hægt að setja þær í ofn 1-2 mín­út­ur við 180-200°C rétt til að hita þær.
  14. Síðan setjið þið ris­arækjutaco-ið sam­an eins og ykk­ur lang­ar að hafa það.
  15. Njótið vel.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert