Hvítlauksgrillsósa fyrir þá sem kjósa hollari týpuna

Ljómandi góð hvítlauks grillsósa sem kemur úr smiðju Guðrúnar Ýrar …
Ljómandi góð hvítlauks grillsósa sem kemur úr smiðju Guðrúnar Ýrar hjá Döðlur og smjör. Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir matarbloggari hjá Döðlur og smjör kom með þessa frábæru grillsósu sem er töluvert hollari fyrir okkur en margar hverjar en gefur ekki eftir í bragði og áferð.

Sósuna er afar einfalt að gera og ekki láta blekkjast þó það sé heill hvítlaukur í henni því er hann svo mildur og góður eftir að hafa verið eldaður en staðreyndin er sú að heill hvítlaukur er algjörlega ómissandi í þessa sósu þegar þú ert búin að prófa einu sinni.

Sósan er frábær í bakaðar kartöflur með graslauk líkt og Guðrún sýnir hér en einnig er hún líka afar góð með kjöti, grilluðu grænmeti svo fátt sé nefnt.

Hvítlauks grillsósa

  • 1 hvítlaukur
  • 1 tsk. ólífuolía
  • 500 ml kotasæla
  • 2 msk. ítölsk kryddblanda
  • ½ tsk. salt
  • ¼ tsk. pipar, meira eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið toppinn af hvítlauknum og setjið í álpappír, áður en honum er lokað hellið u.þ.b. einni teskeið af ólífuolíu yfir hvítlaukinn og lokið síðan.
  2. Eldið í ofni á 180°C eða á grilli í 15-20 mínútur.
  3. Setjið kotasæluna í skál og blandið með töfrasprota þangað til hún er orðin rennislétt í áferð, bætið þá kryddum saman við.
  4. Takið þá hvítlauksrifin úr hýðinu og setjið saman við kotasæluna, blandið vel saman með töfrasprotanum.
  5. Bætið auka salti og pipar við eftir smekk.
  6. Berið fram með því sem matarástin girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka