Hvítlauksgrillsósa fyrir þá sem kjósa hollari týpuna

Ljómandi góð hvítlauks grillsósa sem kemur úr smiðju Guðrúnar Ýrar …
Ljómandi góð hvítlauks grillsósa sem kemur úr smiðju Guðrúnar Ýrar hjá Döðlur og smjör. Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Guðrún Ýr Eðvalds­dótt­ir mat­ar­blogg­ari hjá Döðlur og smjör kom með þessa frá­bæru grillsósu sem er tölu­vert holl­ari fyr­ir okk­ur en marg­ar hverj­ar en gef­ur ekki eft­ir í bragði og áferð.

Sós­una er afar ein­falt að gera og ekki láta blekkj­ast þó það sé heill hvít­lauk­ur í henni því er hann svo mild­ur og góður eft­ir að hafa verið eldaður en staðreynd­in er sú að heill hvít­lauk­ur er al­gjör­lega ómiss­andi í þessa sósu þegar þú ert búin að prófa einu sinni.

Sós­an er frá­bær í bakaðar kart­öfl­ur með graslauk líkt og Guðrún sýn­ir hér en einnig er hún líka afar góð með kjöti, grilluðu græn­meti svo fátt sé nefnt.

Hvítlauksgrillsósa fyrir þá sem kjósa hollari týpuna

Vista Prenta

Hvít­lauks grillsósa

  • 1 hvít­lauk­ur
  • 1 tsk. ólífu­olía
  • 500 ml kota­sæla
  • 2 msk. ít­ölsk krydd­blanda
  • ½ tsk. salt
  • ¼ tsk. pip­ar, meira eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Skerið topp­inn af hvít­laukn­um og setjið í álp­app­ír, áður en hon­um er lokað hellið u.þ.b. einni te­skeið af ólífu­olíu yfir hvít­lauk­inn og lokið síðan.
  2. Eldið í ofni á 180°C eða á grilli í 15-20 mín­út­ur.
  3. Setjið kota­sæl­una í skál og blandið með töfra­sprota þangað til hún er orðin renni­slétt í áferð, bætið þá krydd­um sam­an við.
  4. Takið þá hvít­lauksrif­in úr hýðinu og setjið sam­an við kota­sæl­una, blandið vel sam­an með töfra­sprot­an­um.
  5. Bætið auka salti og pip­ar við eft­ir smekk.
  6. Berið fram með því sem mat­ar­ást­in girn­ist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert