Konur í forystuhluverki á MATEY í ár

Kokkarnir Renata Zalles, Adriana Solis Cavita og Rosie May Maguire …
Kokkarnir Renata Zalles, Adriana Solis Cavita og Rosie May Maguire verða í forystuhlutverki á matarhátíðinni MATEY sem haldin verður í Vestmannaeyjum í byrjun september. Samsett mynd

Ein­göngu öfl­ug­ir kven­leiðtog­ar í mat­reiðslu eru í for­ystu­hlut­verki á MAT­EY 2024 sem hald­in verður í Vest­manna­eyj­um í haust, 5. til 7. sept­em­ber næst­kom­andi, með pomp og prakt. Þetta er í þriðja skiptið sem mat­ar­hátíðin MAT­EY er hald­in en síðustu hátíðir slógu í gegn og færri komust að en vildu þegar koma að því að bóka borð á veit­ingastaðina þar gesta­kokk­arn­ir sýndu list­ir sín­ar.

Hér má sjá mynd­skeið frá fyrstu hátíðinni.

„Við erum stolt af því að fá alþjóðlega kven­leiðtoga í mat­reiðslu í hlut­verk gesta­kokka á MAT­EY 2024. Þetta árið eru ein­göngu kven­kyns gesta­kokk­ar sem koma víða að,“ seg­ir Frosti Gísla­son verk­efna­stjóri hátíðar­inn­ar.

Gesta­kokk­arn­ir í ár verða þrjá kon­ur sem eru með bestu mat­reiðslu­mönn­um í heimi sem koma frá þrem­ur lönd­um. Þettu eru þær:

  • Adri­ana Sol­is Ca­vita - kem­ur frá Mexí­kó og verður á veit­ingastaðnum GOTT
  • Rosie May Maguire - kem­ur frá Bretlandi og verður á veit­ingastaðnum  Slippn­um
  • Renata Zal­les  kem­ur frá Bóli­víu og verður á veit­ingastaðnum Einsa kalda

Komn­ar á heimskort mat­gæðinga

Vest­manna­eyj­ar eru komn­ar á heimskort mat­gæðinga og öll­um er boðið að koma og taka þátt í sjáv­ar­rétta­hátíðinni MAT­EY sem hald­in verður í þriðja skipti eins og áður sagði. Boðið verður upp á fjöl­breytta dag­skrá í tengsl­um við hátíðina og sam­fé­lagið leggst allt á eitt til að gera upp­lif­un­ina sem inni­halds­rík­asta.

„Veit­ingastaðir, fisk­fram­leiðend­ur og þjón­ustuaðilar í  sjáv­ar­sam­fé­lag­inu Vest­manna­eyj­um  taka hönd­um sam­an og vekja at­hygli á menn­ing­ar­arf­leifðinni og  fjöl­breytta fisk­in­um sem fram­leidd­ur er í Eyj­um og bjóða upp marg­vís­lega töfr­andi rétti úr frá­bæru hrá­efni úr Eyj­um,“ seg­ir Frosti og bæt­ir við að sam­hliða því verði boðið upp á frá­bær­an mat úr staðbundnu hrá­efni úr Eyj­um á veit­inga­stöðum bæj­ar­ins þá verður boðið upp á áhuga­verða viðburði á hátíðinni. 

Aðal mataráfangastaður Íslands

Fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­veg­in­um og tengd­um grein­um gefa gest­um tæki­færi að fá inn­sýn í starf­sem­ina og kynn­ast hvernig bláa hag­kerfið teng­ist sam­an þannig að til verður dýr­ind­is mat­ur á disk­um gesta sjáv­ar­rétta­hátíðar­inn­ar á hinum fjöl­skrúðugu fjöl­skyldu­reknu veit­inga­stöðum Vest­manna­eyja.

Vest­manna­eyj­ar eru einn aðal mataráfangastaður Íslands og þar eru nú fjöldi veit­ingastaða sem bjóða upp á staðbundna mat­ar­gerð með staðbundnu hrá­efni.  Mataráfangastaður­inn Vest­manna­eyj­ar voru til­nefnd­ar til nor­rænu mat­ar­verðlaun­anna Emblu 2021. Á hátíðinni kynn­ist fólk menn­ing­unni og sögu mat­ar­ins með nokkru af besta mat­reiðslu­fólki Norður­land­anna.

Aðspurður seg­ir Frosti að á hátíðinni verði í boðið fjöl­marg­ar út­færsl­ur af fiski veidd­um í kring­um Eyj­arn­ar og fram­leidd­um hjá hinum öfl­ugu fisk­vinnsl­um í Eyj­um og mat­væla­fram­leiðend­um eins og t.d. Ísfé­lag­inu, VSV, Grími kokki,  Mar­hólm­um og Iðunni Sea­food svo fátt sé nefnt.

Bjóða upp á mar­grétta sér­seðla í til­efni hátíðar­inn­ar

Veit­ingastaðirn­ir í Eyj­um Gott, Slipp­ur­inn og Einsi kaldi munu bjóða upp á mar­grétta sér­seðla ásamt nokkr­um af bestu mat­reiðslu­mönn­um í heimi sem taka þátt í hátíðinni sem gesta­kokk­ar.  Á Næs, Tang­an­um, Kránni, Sæl­andi, Pítsu­gerðinni verða í boði sérrétt­ir og Brot­h­ers Brewery bjóða upp á sér­lagaðan bjór í til­efni hátíðar­inn­ar. 

„Nú er enn ein frá­bær ástæða til þess að fara til veit­ingastaðina í Eyj­um og njóta ein­stakr­ar mat­ar­upp­lif­un­ar, því Vest­manna­eyj­ar eru jú alltaf góð hug­mynd,“ seg­ir Frosti og bros­ir breitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert