Sælkeraskyrréttur í morgunsárið

Íslenska skyrið er ávallt jafn gott og hér er skyrréttur …
Íslenska skyrið er ávallt jafn gott og hér er skyrréttur í sparibúning fyrir þá sem vija gera vel við sig. Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Það er gott að fá sér skyr í morg­un­mat en það má líka gera vel við sig stund­um og fá sér sæl­kera­skyr­rétt. Þessi upp­skrift kem­ur úr smiðju Helenu Gunn­ars­dótt­ur hjá Eld­húsperl­um og birt­ist á upp­skrifta­vefn­um Gott í mat­inn en hún kall­ar þetta skyr­desert. Það má auðvitað líka fá sér þenn­an í eft­ir­rétt og njóta, enda er þessi sæt­ur, það ger­ir púður­syk­ur­inn. Svo er svo gott að bæta smá súkkulaði við. Súkkulaði ger­ir allt betra.

Sælkeraskyrréttur í morgunsárið

Vista Prenta

Sæl­kera­skyr­rétt­ur

  • 1 llítil dós skyr hreint
  • púður­syk­ur eft­ir smekk
  • blá­ber eft­ir smekk
  • granóla eða hnet­ur eft­ir smekk
  • kara­mellusósa að eig­in val og magn eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið smá púður­syk­ur í botn á litl­um glös­um.
  2. Hrærið ögn af púður­sykri sam­an við hreint skyr eða setjið til skipt­is hreint skyr og smá púður­syk­ur svo það verði lag­skipt.
  3. Toppið með blá­berj­um, granóla og kara­mellusósu.
  4. Ef vill er líka hægt að setja smá af súkkulaðidrop­um ofan á, til dæm­is 70% súkkulaðidropa frá Kaju.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert