Nýttu garðinn betur

Ísak Aron Jóhannsson landsliðskokkur hvetur til þess að við nýtum …
Ísak Aron Jóhannsson landsliðskokkur hvetur til þess að við nýtum garðinn betur þegar kemur að því að krydda til matargerðina Samsett mynd

Þá er komið að hús­ráði vik­unn­ar úr smiðju fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðsins, Ísaks Arons Jó­hanns­son­ar. Hann gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð flestalla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina, bakst­ur­inn og þegar grilla skal. Að þessu sinni gef­ur hann legg­ur hann til að þú nýt­ir garðinn bet­ur þegar kem­ur að því að krydda mat­inn meira til. Það til að mynda ávallt gam­an að skreyta mat­inn með fal­leg­um æt­is­blóm­um sem má borða svo fátt sé nefnt. Síðan er líka hægt að gera alls kon­ar seyði og te úr jurt­um sem vaxa í mörg­um görðum. Við þekkj­um öll að við get­um leikið okk­ur með rabarbar­ann en það eru fleiri jurtir og blóm sem má nýta.

Nýta má hundasúr­ur og rós­ir í mat­reiðslu

„Margt er í garðinum sem hægt er að nýta til mat­reiðslu til dæm­is rós­ir, hundasúr­ur og ber­in sem eru að ná góðum þroska þessa dag­ana eins og rifs­ber­in svo fátt sé nefnt. Hans­arós­ir eru ein­stak­lega fal­leg­ar en þær smakk­ast einnig mjög vel. Einnig er hægt er að gera te, seyði eða jafn­vel síróp úr rós­um. Síðan er hægt að nota hundasúr­ur í sal­at til að fá skemmti­legt súrt bragð. Svo eru það auðvitað fífl­arn­ir. Nátt­úr­an er auðug af nær­ingu og um það er um að gera að nýta það sem nátt­úr­an gef­ur og prufa sig áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert