Appelsínutertan hennar ömmu

Gullfalleg appelsínukakan sem Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakaði fyrir ömmu sína …
Gullfalleg appelsínukakan sem Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakaði fyrir ömmu sína en uppskriftin kemur úr smiðju ömmu hennar. Ljósmynd/Guðrún Erla Guðjónsdóttir

Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir bak­ari og nemi í konditor sér um helg­ar­bakst­ur­inn að þessu sinni sem er fast­ur liður á Mat­ar­vefn­um og nýt­ur mik­illa vin­sælda hjá les­end­um. Guðrún Erla er þekkt fyr­ir sín­ar ljúf­fengu og falegu kök­ur en hún vann meðal ann­ars keppn­ina um Köku árs­ins í fyrra og var í öðru sæti ár­inu á und­an. Hún er fagmaður fram í fing­ur­góma og allt sem hún ger­ir er hreint augna­kon­fekt að njóta.

Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og nemi í konditori er þekkt …
Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir bak­ari og nemi í konditori er þekkt fyr­ir sín­ar ljúf­fengu og fal­legu kök­ur og hef­ur meðal unnið keppn­ina um Köku árs­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þessi köku­upp­skrift er frá ömmu minni, og ég bakaði hana ein­mitt fyr­ir af­mæl­is­dag­inn henn­ar sem var núna í vik­unni, þann 13. ág­úst síðastliðinn. Ég man vel eft­ir þess­ari köku úr æsku minni og finnst hún ein­stak­lega góð svona um sum­arið og sér­stak­lega þegar það er gott veður. Henn­ar upp­á­halds blóm eru stjúp­ur þannig ég ákvað að skreyta kök­una með þeim. Stjúp­ur eru ein­stak­lega fal­legt skraut og ekki sak­ar að þær séu líka æt­is­blóm, það er að segja að það má borða þær,“ seg­ir Guðrún Erla og bros­ir.

Fagurlega skreytt og stjúpurnar njóta sín vel á fallegu kökunni.
Fag­ur­lega skreytt og stjúp­urn­ar njóta sín vel á fal­legu kök­unni. Ljós­mynd/​Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir

Appelsínutertan hennar ömmu

Vista Prenta

App­el­sínu­tert­an henn­ar ömmu

Botn

  • 240 g smjör, mjúkt
  • 97 g kran­se XX
  • 240 g syk­ur
  • 4 egg
  • 235 g hveiti
  • 2 tsk. lyfti­duft
  • 50 g app­el­sínu­börk­ur
  • 50 g súkkulaðidrop­ar

Aðferð:

  1. Hrærið syk­ur og kransiá meðal­hraða í hræri­vél.
  2. Sigtið lyfti­duft­inu út í hveitið.
  3. Bætið smjöri út í, í þrem­ur hlut­um, munið að skafa botn­inn í leiðinni.
  4. Bætið eggj­um út í, í þrem­ur hlut­um, muna að skafa aft­ur botn­inn 1-2 sinn­um í leiðinni. Bætið að lok­um hveiti­blönd­unni, app­el­sínu­berki og súkkulaði sam­an við.
  5. Hellið deig­inu í 20 cm  stórt smurt form og bakið við 170°C  hita í 35-40 mín­út­ur.

Smjörkrem

  • 250 g flór­syk­ur
  • 90 g smjör­líki
  • 90 g smjör
  • 2 tsk. vanillu­syk­ur

Aðferð:

  1. Blandið sam­an flór­sykri, og smjöri og smjör­líki.
  2. Þeytið smjörkremið sam­an að þangað til það verður hvítt og mjúkt.

Sam­setn­ing:

  1. Skerið botn­inn í tvennt.
  2. Setjið botn­ana tvo sam­an með smjörkrem­inu og smyrji­kök­una með aft­ur með kremi.
  3. Gott er að kæla kök­una á milli svo ein­fald­ara sé að skreyta hana.
  4. Skreytið kök­una eins og ykk­ur lang­ar til, til dæm­is með stjúp­um, líkt og Guðrún Erla ger­ir hér.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert