Ekta mexíkóskt takkó. Já, takk!

Á veitingastaðnum Fuego Taquería má finna ekta mexíkóskt takkó.
Á veitingastaðnum Fuego Taquería má finna ekta mexíkóskt takkó. Morgunblaðið/Eyþór

Veitingastaðurinn Fuego Taquería dregur nafn sitt af stöðum í Mexíkó sem selja aðeins takkó. Veitingastaðinn má finna í Mathöllinni Hlemmi, Mathöll Galleríi við Hafnartorg og von bráðar í nýrri mathöll á Glerártorgi á Akureyri. Annar eigandi staðarins og yfirkokkur, Chuy Zarate, og dóttir hans, Dora Zarate, koma alla leið frá San Miguel de Allende í Mexíkó.

Chuy og Dora elda ofan í viðskiptavini.
Chuy og Dora elda ofan í viðskiptavini. Morgunblaðið/Eyþór

Snýst um að vera ekta

„Hugmyndin á bak við Fuego Taquería er að framreiða vinsæl takkó sem eiga uppruna sinn í Mexíkó,“ segir Chuy. Maturinn sé ekta en þau hafi aðlagað matargerðina því sem hentar á Íslandi. Allt er búið til frá grunni, meira að segja sósurnar.

Mamma hans Chuy kom hingað til lands síðasta sumar og kenndi honum sínar eigin uppskriftir að nýjum réttum sem þau bjóða nú upp á. Maturinn má alls ekki vera þetta típýska „TexMex“ sem oft býðst utan Mexíkó, en nafnið nær yfir takkó og annan mat í sama dúr sem er óekta.

Guacamole má nota á taco, í salöt og sem ídýfu …
Guacamole má nota á taco, í salöt og sem ídýfu með tortilla flögum. Bara njóta! Morgunblaðið/Eyþór

Það fer ekki milli mála að margur Íslendingurinn er vitlaus í guacamole. Það er auðvitað stór munur á að hafa það heimalagað eða kaupa það úti í búð. Hér að neðan er uppskrift frá Chuy, á Fuego Taquería. Frábær dýfa fyrir snakkskálar helgarinnar. Njótið!

Ítarlegra viðtal við Chuy og Doru og fleiri uppskriftir má finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Heimalagað guacamole

  • 4 avókadó
  • ½ laukur
  • Safi úr einni límónu
  • Handfylli af kóríander
  • 1 grænt chili
  • 1 tómatur
  • Salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið laukinn og tómatinn, geymið til hliðar.
  2. Saxið grænt chili í þunnar sneiðar (fjarlægið fræin ef þið viljið hafa guacamoleið minna sterkt).
  3. Saxið kóríander og geymið til hliðar.
  4. Maukið allt avókadóið með gaffli eða töfrasprota.
  5. Þegar avókadóið er orðið að mauki. Bætið við niðurskorna lauknum, tómatinum, grænu chili og kóríander.
  6. Öllu blandað saman.
  7. Kreistið safann úr límónunni yfir og saltið. Um að gera að smakka til.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert