Heimalagað „Pico de Gallo“

Chuy Zara­te, annnar eigenda að veitingastaðnum Fu­ego Taqu­ería, deilir hér …
Chuy Zara­te, annnar eigenda að veitingastaðnum Fu­ego Taqu­ería, deilir hér uppskrift að ekta heimalagaðri salsasósu. mbl.is/Eyþór

Chuy Zara­te, og dótt­ir hans, Dora Zara­te, sem koma alla leið frá San Migu­el de Allende í Mexí­kó, voru í viðtali um helg­ina í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins, meðal ann­ars í til­efni þess að staður­inn þeirra Fu­ego Taqu­ería hlaut viður­kenn­ingu fyr­ir mat­ar­gerðina hjá Reykja­vík­ur­borg og jafn­framt að staður­inn mun opna von bráðar á Ak­ur­eyri í nýju Mat­höll­inni Iðunni. En veit­ingastaðinn má finna í Mat­höll­inni Hlemmi og Mat­höll Galle­ríi við Hafn­ar­torgi.

„Hug­mynd­in á bak við Fu­ego Taqu­ería er að fram­reiða vin­sæl takkó sem eiga upp­runa sinn í Mexí­kó,“ seg­ir Chuy. Mat­ur­inn sé ekta en þau hafi aðlagað mat­ar­gerðina því sem hent­ar á Íslandi. Allt er búið til frá grunni, meira að segja sós­urn­ar. Chuy svipti hul­unni af tveim­ur upp­skrift­um meðal ann­ars þess­ari guðdóm­lega góðu salsasósu.

Chuy Zara­te, og dótt­ir hans, Dora Zara­te, koma alla leið …
Chuy Zara­te, og dótt­ir hans, Dora Zara­te, koma alla leið frá San Migu­el de Allende í Mexí­kó. mbl.is/​Eyþór

Eitt af því sem helst ein­kenn­ir mexí­kósk­an mat er salsasós­an. Mis­mun­andi teg­und­ir eru til af salsasósu og er „Picco de Gallo“ (eða „salsa fresco“) ein þeirra. Sós­an verður ekki eins mauk­k­ennd og Íslend­ing­ar kann­ast við frá krukk­un­um í búðar­hill­un­um.

Hug­mynd­in á bak við Fu­ego Taqu­ería er að fram­reiða vin­sæl …
Hug­mynd­in á bak við Fu­ego Taqu­ería er að fram­reiða vin­sæl takkó sem eiga upp­runa sinn í Mexí­kó. mbl.is/​Eyþór

Heimalagað „Pico de Gallo“

Vista Prenta

Heima­lagað „Pico de Gallo“

  • 4 stór­ir tóm­at­ar
  • 1 lauk­ur
  • 1 grænt chili
  • safi úr einni límónu
  • hand­fylli af kórí­and­er
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Saxið kórí­and­er fínt og geymið til hliðar.
  2. Skerið tóm­at­ana í sneiðar og setjið í skál.
  3. Skerið lauk­inn í fína bita og bætið í skál­ina.
  4. Saxið grænt chili í þunn­ar sneiðar (fjar­lægið fræ­in ef þið viljið sós­una minna sterka) og bætið í skál­ina.
  5. Bætið kórí­and­ern­um við sós­una.
  6. Blandið hrá­efn­un­um sam­an.
  7. Bætið við saf­an­um af límón­unni og salti og pip­ar. Blandið sam­an og smakkið til.
  8. Sós­una má nota á takkó, sem sal­atsósu eða með tortilla-flög­um.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert