Hvítlauks- og smjörsteiktir portobello sveppir að hætti Sjafnar

Hvítlauks- og smjörsteiktir portobello sveppir sem bráðna í munni, svo …
Hvítlauks- og smjörsteiktir portobello sveppir sem bráðna í munni, svo gott. Samsett mynd/Sjöfn

Mín­ir upp­á­halds­svepp­ir og í raun þeir sem ég mat­reiði helst eru portobello svepp­ir. Þeir eru ein­stak­lega bragðgóðir og líka svo fal­leg­ir fyr­ir augað. Þeir eru góðir sem meðlæti en ég mat­reiði líka stund­um fyllta portobello sveppi. Jafn­framt hef ég líka notað þá í staðinn fyr­ir ham­borg­ara­brauð og út­búið lúx­us­steik­ar­borg­ara fram­reidd­an í steikt­um portobello sveppi.

Á dög­un­um var ég með grillaðar lamba­lund­ir sem ég fram­reiddi á sal­at­beði sem ég lagði á nátt­úru­steinn. Í meðlæti bauð ég meðal ann­ars upp á steikta portobello sveppi og skreytti þá með æt­is­blóm­um. Hreint sæl­gæti að njóta og mikið augna­kon­fekt. Enda kláruðust þeir á auga­bragði. Það tek­ur ör­skamma stund að steikja portobello sveppi og bera þá fal­lega fram.

Gaman er að skreyta réttinn með ætisblómum og ferskri steinselju.
Gam­an er að skreyta rétt­inn með æt­is­blóm­um og ferskri stein­selju. Ljós­mynd/​Sjöfn

Hvítlauks- og smjörsteiktir portobello sveppir að hætti Sjafnar

Vista Prenta

Hvít­lauks- og smjör­steikt­ir portobello svepp­ir

  • 3 stk. portobello svepp­ir
  • 2-3 litl­ir hvít­lauk­ar, fást í körf­un­um
  • Smjör eft­ir smekk
  • Svart­ur pip­ar eft­ir smekk
  • Örlítið salt eft­ir smekk
  • Fersk stein­selja til skrauts ef vill
  • Ætis­blóm til skrauts ef vill

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sneiða portobello svepp­ina í fal­leg­ar sneiðar.
  2. Takið til góða pönnu og hitið yfir meðal­hita og bræðið smjör á, gott að vera með mikið smjör.
  3. Þegar smjörið er farið að bulla, setjið svepp­ina á pönn­una og byrjið að steikja.
  4. Snúið sneiðunum við eft­ir um það bil 2-3 mín­út­ur.
  5. Skerið hvít­lauk­ana og setjið í hvít­lauk­spressu og merjið niður og stráið yfir svepp­ina á pönn­unni.
  6. Kryddið svepp­ina með svört­um pip­ar og ör­litlu salti.
  7. Þegar þeir eru orðnir fal­leg­ir á lit­inni og steikt­ir fyr­ir ykk­ar smekk, raðið þeim þá fal­lega á disk eða viðarbretti og skreytið með æt­is­blóm­um og ferskri stein­selji ef vill.
  8. Ef þið eigið svart salt er upp­lagt að strá aðeins yfir þá, gef­ur gott bragð og áferð.
  9. Njótið með því sem ykk­ur lang­ar í.   
Portobello sveppirnir eru einstaklega bragðgóðir og fallegir.
Portobello svepp­irn­ir eru ein­stak­lega bragðgóðir og fal­leg­ir. Ljós­mynd/​Sjöfn
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert